Sumarfjör 2019

maí 20, 2019
Featured image for “Sumarfjör 2019”

Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum

Til foreldra/forráðamanna barna í 1.- 4. bekk grunnskóla í Borgarbyggð.

Skráning fyrir Sumarfjör 2019 er hafin á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is og lýkur henni 27.maí 2019.

Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, í grunninn eru leikjanámskeið með útiveru, frjálsum leik, gönguferðum og hópleikjum. Gestakennarar munu sjá um ákveðna þætti. Hafið í huga að merkja við þær vikur sem þið óskið eftir að barnið taki þátt í. Dagsetningar og nánari upplýsingar eru á skipulagsblaðinu sem fylgir með í viðhengi.  

Hægt er að skrá barn hálfan dag frá kl. 09:00-12:00 eða frá kl. 13:00-16:00 á kr. 4.000 krónur fyrir vikuna. Einnig er hægt að skrá barn heilan dag, frá kl. 09:00-16:00 á kr. 8.000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna sem skráð eru í Sumarfjör.

Börnin mæta með eitt nesti fyrir hálfan dag og þrjú nesti fyrir allan daginn. Á föstudögum er boðið uppá grillaðar pylsur í hádeginu.

Stefnt er að því að fara í nokkrar dagsferðir um Borgarbyggð. Rúturnar verða með tilskilin leyfi til skólaaksturs og hugað verður vel að öllum öryggisatriðum.

Þær vikur sem Sumarfjör er í boði eru:

Heimastöð: Skallagrímshúsið (UMSB húsið), 6. júní-19. júlí, 6.-21. ágúst.

Heimastöð: GBF-Hvanneyrardeild, 6.-28. júní, 6.-21. ágúst.

Í ágúst eru börn fædd 2013 velkomin í Sumarfjör en sækja þarf um fyrir þau fyrir 27.maí.   

Boðið verður uppá ferðir frá Baulu (verslun) og Kleppjárnsreykjaskóla á hverjum morgni um kl. 8:30 á leikjanámskeið á Hvanneyri og til baka seinnipartinn eða um kl. 15:00 frá Hvanneyri.

Í júlí þegar leikjarnámskeiðið er lokað á Hvanneyri þá er akstur frá GBF-Hvanneyrardeild með alla í Borgarnes.

Starfsmenn á Hvanneyri eru Linda Margrét Gunnarsdóttir, Þuríður Inga Gísladóttir og Gunnar Árni Hreiðarsson.

Starfsmenn í Borgarnesi eru Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Selma Rakel Gestsdóttir, Brynjar Snær Pálsson, Declan Redmond og Javier Lain Lafuente.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Kær kveðja

Sigga Dóra Sigurgeirsdóttir

Tómstundafulltúi


Share: