Í grunnskólum Borgarbyggðar er nemendum boðið upp á málsverði í samræmi við lýðheilsumarkmið. Í frístund stendur nemendum til boða síðdegishressing.
Athugið að Grunnskólinn í Borgarnesi er hnetu- og eggjalaus skóli.
Haustið 2024 hóf Borgarbyggð að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur grunnskólans. Skrá þarf barnið í mötuneytið ef það ætlar að nýta sér það. Í skráningunni þarf einnig að koma fram hafi barnið ofnæmi eða óþol.
-Rafrænt eyðublað fyrir skráningu í mötuneyti-
Ferskt salat og ávextir er borið fram með öllum máltíðum.
Athugið að matseðlar geta breyst án fyrirvara.