Dagana 12. – 13. apríl fór fram smiðjuhelgi hjá unglingastigi. Með smiðjuhelginni er verið að brjóta upp hefðbundið skólastarf en á móti eru krakkarnir einum tíma skemur á viku í skólanum. Boðið var upp á sjö mismunandi námskeið fyrir krakkana og var úrvalið fjölbreytt að velja úr. Smiðjurnar sem voru í boði þessa helgina voru skartgripagerð, austurlensk matargerð, klifur, mosaik og annað föndur, ljósmyndasmiðja, rafíþróttir og hnefaleikar.
Af myndunum að dæma leiddist krökkunum ekki þetta uppbrot.