Skólasetning haust 2025

 

Skólaárið 2025 – 2026 hefst formlega með skólasetningu mánudaginn 25. ágúst

Skólaakstur verður bæði innanbæjar og úr dreifbýli. Við viljum biðja þá sem ekki ætla að nýta sér akstur úr sveitinni að láta vita í sína bíla.
Áætlað er að innanbæjarskólabíll fari úr Sandvík kl. 9:40. Bílar flytja nemendur heim að lokinni skólasetningu.

Skólasetning fer fram 25. ágúst í íþróttasal íþróttahússins í Borgarnesi kl 10:00

Að setningu lokinni nálgast nemendur stundatöflur hjá sínum umsjónakennara

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst