Þann 18. apríl fór fram undankeppni í Skólahreysti í Laugardalshöll og var lið skólans í 4. riðli í keppninni. Mikil harka var í riðlinum sem var mjög sterkur en þar var meðal annars slegið nýtt Íslandsmet í hreystigreip. Okkar keppendur stóðu sig með prýði og höfðu á bakvið sig öflugt klapplið skólafélaga sinna.
Samúel Breki Ontiveros, Freyja Ísfold Guðmundsdóttir, Jón Árni Gylfason og Rebekka Rán Bogadóttir kepptu fyrir okkar hönd og Natalia Stankiewicz og Justin Carl Lu Adlawan voru varamenn. Þrátt fyrir harða baráttu náðu þau ekki að komast upp úr riðlinum.
Eftir keppnina fóru liðsmenn ásamt stuðningsmönnum í Egilshöll þar sem snæddar voru pizzur áður en haldið var heim.