Maxímús Músíkús

Fimmtudaginn 7. mars bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands í samvinnu við Borgarbyggð öllum börnum í 1. 2. og 3. bekk grunnskóla og tveimur elstu árgöngum í leikskólum Borgarbyggðar á tónleika í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar léku þau fjölbreytt efni og leiddi Maxímús Músíkús tónleikana. Frábær skemmtun og voru allir glaðir og kátir. Takk fyrir okkur.

Líffæraverkefni

Krakkarnir í 6. bekk eru þessa dagana að vinna verkefni um líffærin í mannslíkamanum. Þetta er samþættingarverkefni þar sem vinnan fer fram í list- og verkgreinum og náttúrufræði með áherslu á íslensku. Þau byrja á því að skipta sér í 1-3 manna hópa og velja sér svo það líffæri sem þau vilja vinna með. Þar sem verkefnavinnan endar með básakynningu …

Húllahringir að gjöf

Nemendur í 2. bekk gáfu skólanum húllahringi sem þau höfðu verið að búa til í textílmennt en hugmyndina fengu þau í kjölfar umræðna þeirra á milli um skort á útileikföngum í frímínútum skólans. Jóhanna M. Þorvaldsdóttir kennari útvegaði krökkunum efnivið í verkefnið og sáu þau svo um að setja hringina saman og skreyta með rafvirkjateipi en sjálfir húllahringirnir eru gerðir …

Öskudagur

Þær voru ýmsar fígúrurnar og furðuverurnar sem voru á ferli hér í skólanum í dag og settu skemmtilegan svip á skólastarfið. 1. – 7. bekkur sló „köttinn úr tunnunni“ og uppskáru allir nammipoka að launum. Þá var haldið Öskudagsdiskó í Óðali fyrir 5. – 7. bekk og voru fengnir DJ-ar úr 10. bekk til að halda uppi stuðinu. Foreldrafélagið skaffaði …

Námskeið í Breakout

Þær eru ýmsar leiðirnar fyrir kennara til að brjóta upp hefðbundna kennslu á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Ein af þeim er að láta nemendur kljást við verkefni í Breakout þar sem áhersla er lögð á samvinnu, samskipti og þrautseigju nemenda auk þess sem það eflir þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni. Í ár hefur verið boðið upp á Breakout á Smiðjuhelgi hjá unglingastigi …

100 daga hátíð

Í dag héldu 1., 2. og 3. bekkur upp á að 100 skóladagar eru liðnir frá því skólinn var settur í haust. Leystu börnin ýmis verkefni saman, spiluðu og héldu smá veislu þar sem veitingar voru í boði.

Bóndadagur

Í tilefni af bóndadegi var boðið upp á ástarpunga og annað kruðerí á kaffistofu starfsmanna. Við bjóðum þorrann velkominn og óskum öllum húsbændum til hamingju með daginn.

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræðsla

Magnús Scheving frumkvöðull og athafnamaður heimsótti krakkana á unglingastigi í dag og var með nýsköpunar- og frumkvöðlafræðslu fyrir þau. Þar fór hann yfir þau skref sem þarf að taka þegar maður vill framkvæma góða hugmynd þannig að hún verði að frambærilegri vöru. Þá tók hann meðal annars fram að það dugir ekki að hanga í símanum allan daginn og láta …

“Fíllinn í herberginu” fyrirlestur.

Unglingastigið sat fyrirlestur í gær á vegum Okkar heimur þar sem farið var yfir það hvernig það er að eiga foreldri eða aðstandanda sem glímir við geðrænan vanda. Þar horfðu þau meðal annars á stuttmyndina „Fíllinn í herberginu“ sem sýnir á myndrænan hátt hvernig aðstæður vilja oft verða þegar glímt er við geðrænan vanda og hvernig best er að takast …

Áfram Ísland

Kennarar og stuðningsfulltrúi 7. bekkjar klæddu sig upp í tilefni dagsins en í dag er fyrsti leikur Íslands á EM í handbolta. Þá mátti sjá fleiri bláklædda á sveimi um skólann af sama tilefni. Gefur góða stemningu Áfram Ísland