IÐN er hluti af vali í unglingadeild og nú í vetur, líkt og áður, hefur skólinn verið í samstarfi við nokkur fyrirtæki í bænum sem nemendur geta valið um að heimsækja einu sinni í viku, klukkutíma í senn í 7 – 8 vikur. Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist fjölbreytileika iðngreina, þjálfi verkkunnáttu sína og fái verknám á vinnustað. Við …
Besta barnabókin 2023
Kosið um bestu barnabókina. Fyrir páska bauðst nemendum í 2.- 7. bekk að taka þátt í kosningu á bókasafninu. Kosið var um bestu barnabók ársins 2023. Kosningin er hluti af verkefninu Sögur-bókaverðlaun barnanna sem nær til allra barna á landinu. 174 atkvæði voru greidd af 75 nemendum og skiptust á 42 ólíka titla. Það er greinilega mikill fótboltaáhugi í okkar …
7. bekkur um sundin blá
Sjöundi bekkur í Grunnskólanum í Borgarnesi brá sér í betri fötin og skellti sér til Reykjavíkur þriðjudaginn 30. apríl í boði Faxaflóahafna. Okkur var boðið í sjóferð um sundin blá, en það er fræðsluferð sem grunnskólabörnum er boðið í. Okkur til mikillar ánægju breyttist ferðin óvænt því á vegi okkar sáum við hrefnur fyrir utan höfnina sem vakti mikla kátínu …
Skólaheimsókn frá Tékklandi
Samstarfsskólinn okkar er Základní Skola Karla Jerábka, í bænum Roudnice nad Labem í Tékklandi. Vikuna 22. – 26.apríl sl. voru fimmtán nemendur þaðan í heimsókn hér í skólanum, ásamt aðstoðarskólastjóra og tveimur kennurum. Nemendur í 8. og 9.bekk, sem hafa í vetur verið í valgreininni „Erlent samstarf“ voru gestgjafar þeirra hér, ásamt náttúrufræðikennara og verkefnisstjóra. Dásamlegt veður og hressandi verkefni …
Opinn dagur 2. maí.
Þann 2. maí var Opinn dagur í grunnskólanum og var gestum og gangandi boðið að kíkja við og sjá hvað um er að vera í skólanum. Bekkirnir voru með ýmsa viðburði á meðan á opnuninni stóð og var 9. bekkur með kaffisölu ásamt því að selja þær vörur sem þau hönnuðu og framleiddu í nýsköpun í vetur. Allur ágóði sölunnar …
Kiwanis afhendir hjálma
Halldór Jónsson, Sæmundur Óskar Ólason og Kristján Pétursson frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í dag og gáfu öllum nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálm, buff og endurskinsmerki. Með þeim í för var Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kennari og fór hún yfir það með krökkunum hvernig á að stilla hjálminn á sig og mikilvægi þess að hafa alltaf hjálm þegar …
Skólahljómsveit í heimsókn
Föstudaginn 19. apríl heimsótti okkur Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og spiluðu krakkarnir nokkur lög í Salnum. Í skólahljómsveitinni eru grunnskólanemendur úr skólum í vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur og voru þau stödd í Borgarnesi í skólahljómsveitabúðum. Mátti heyra af þeim vítt og breytt um héraðið þar sem þau fóru um og spiluðu fyrir leikskóla, skóla og aðra gesti.
Skólahreysti 2024
Þann 18. apríl fór fram undankeppni í Skólahreysti í Laugardalshöll og var lið skólans í 4. riðli í keppninni. Mikil harka var í riðlinum sem var mjög sterkur en þar var meðal annars slegið nýtt Íslandsmet í hreystigreip. Okkar keppendur stóðu sig með prýði og höfðu á bakvið sig öflugt klapplið skólafélaga sinna. Samúel Breki Ontiveros, Freyja Ísfold Guðmundsdóttir, Jón …
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi fór fram í Dalabúð, Búðardal þann 16. apríl síðastliðinn. Keppendur voru níu talsins og komu frá Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Lesnir voru textar úr bókinni Hetju eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Þá fluttu keppendur ljóð að eigin vali. Dómarar í keppninni voru þau Valdís Einarsdóttir, Jóhanna Sigrún …