Á föstudaginn síðasta fóru fram hinir árlegu Ofurbekkjaleikar en þar kepptu 8., 9. og 10. bekkur í óhefðbundnum íþróttagreinum. Í ár var keppt í stígvélakasti, reiptogi, grjónapokakasti, óhefðbundnum skotbolta, óhefðbundnu boðhlaupi og í einni grein sem snerist um það að klæða í bol.
Úrslit fóru á þann veg að 9. bekkur hlaut Ofurbekkjatitilinn í ár, 10. bekkur varð í öðru sæti og 8. bekkur í því þriðja.