List fyrir alla – Jazz hrekkur

List fyrir alla bauð upp á Jazz hrekk fyrir yngsta stig skólans í dag. Þar var spiluð spriklandi ný jazztónlist þar sem lögin eiga það öll sameiginlegt að fjalla um fyrirbæri og verur tengdar hrekkjavöku. Mátti heyra lög um drauga, nornir, afturgöngu og kóngulær og tóku krakkarnir þátt í skemmtuninni með því að slá taktinn og syngja með lögunum. Þrátt fyrir hrollleikann var stemningin mjög notaleg og skemmtu krakkarnir sér vel við áhorfið.