Líffæraverkefni

Krakkarnir í 6. bekk eru þessa dagana að vinna verkefni um líffærin í mannslíkamanum. Þetta er samþættingarverkefni þar sem vinnan fer fram í list- og verkgreinum og náttúrufræði með áherslu á íslensku. Þau byrja á því að skipta sér í 1-3 manna hópa og velja sér svo það líffæri sem þau vilja vinna með. Þar sem verkefnavinnan endar með básakynningu fyrir foreldra þá þurfa þau að ákveða framsetninguna á verkefninu, útbúa líkan og setja upp plaggat fyrir sýninguna en þar verður lögð áhersla á að vera með birtingarhæfa íslensku. Það er mjög mikill áhugi hjá krökkunum fyrir þessu verkefni og verður gaman að sjá niðurstöðuna hjá þeim þegar kynningin verður fyrir foreldrana. Tímasetning á kynningunni verður auglýst síðar.