Nemendur og starfsfólk skólans hafa undanfarið brotið upp hversdagsleikann með því að setja skólann í hrekkjavökubúning í tilefni af hrekkjavökunni í næstu viku. Þá hefur bókasafnið boðið upp á „Skelfilega bókaklúbbinn“ og „Hrekkjavökulestur“ fyrir nemendur þar sem þau safna sér „skelfilegum“ límmiðum fyrir hverja bók sem þau lesa og skila inn. Þessir tveir klúbbar verða í gangi út næstu viku og verður föstudagurinn síðasti dagurinn til að innheimta límmiðana fyrir lesturinn. Bækurnar verða svo áfram í boði á bókasafninu fyrir lesþyrsta nemendur.
Í dag var svo alþjóðlegi bangsadagurinn og var þá mikið um kósí og bangsakúr hjá yngri bekkjunum ásamt því að boðið var upp á bangsalestur á bókasafninu fyrir 1. – 3. bekk.