Það hefur ekki farið framhjá mörgum að í gær var hrekkjavaka eða Halloween eins og kaninn segir. Hér í skólanum var margt um furðuverurnar sem lífguðu upp á skammdegið sem skollið er á og var dagurinn hinn skemmtilegasti. Nemendur jafnt sem starfsmenn gerðu sér og öðrum glaðan dag eins og má sjá á þessum myndum.