Í dag, föstudag, fóru vinabekkirnir 4. og 9. bekkur og gróðursettu tré sunnan við flugvöllinn hér ofan við Borgarnes. Þetta er árlegur viðburður og hefur Grunnskólinn í Borgarnesi í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðsins allt frá árinu 1992. Pavle Estrajher formaður skógræktarfélagsins var með fræðslu fyrir hópinn og hjálpaði þeim við gróðursetninguna. Þau notuðust við gróðursetningargeyspur og höfðu þau gaman af að læra á þær. Hópurinn fékk frábært veður í dag og var mikill áhugi fyrir hendi hjá krökkunum.