Í dag er Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisréttis en hann er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ungt fólk. Síðustu ár hafa grunnskólar og félagsmiðstöðvar á landinu öllu tekið þátt í verkefni sem nefnist hönd í …
Stóra Upplestrarkeppnin
Stóra Upplestrarkeppnin var haldin á Varmalandi í Borgarfirði miðvikudaginn 19. mars. En keppnin er samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla á Vesturlandi. Grunnskólinn í Borgarnesi átti tvo fulltrúa, þær Ásdísi Veru Gunnarsdóttur og Sóleyju Rósu Sigurjónsdóttur. Þær stóðu sig báðar með stakri prýði og Sóley Rósa stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár.
Gjafir frá Öldunni
Aldan er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þar fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félaglega færni. Á síðustu dögunum hefur okkur borist skemmtilegar gjafir frá Öldunni. En Þórður Kárason hefur hannað og smíðað gjafir handa nemendum í 1. – 7. bekk. Þórður lagði mikið upp úr …
Dagur stærðfræðinnar
Haldið er upp á alþjóðlegan dag stærðfræðinnar föstudaginn 14. mars 2025. Dagsetningin er engin tilviljun því hún tengist tölunni pí (3,14) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar. Þemað í ár er stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity). Stærðfræði og listir hafa verið samofin í gegnum tíðina. Hvort sem um ræðir samhverfur í náttúrunni, gullinsnið í myndlist, endurtekningu og mynstur í …
Píluval
Nemendum, á unglingastigi, Grunnskólans í Borgarnesi bauðst tækifæri á að velja pílu sem valgrein í vali á þriðja misseri. Kennslan fór fram í pílusalnum á Grillhúsinu í Borgarnesi. Nemendur lærðu helstu grunnatriði pílunnar, svo sem kasttækni, og var einnig farið yfir leikreglur og stigakerfi. Í bland við hefðbundna pílu voru spilaðir skemmtilegir píluleikir t.d. cricket, klukka og morðingi. Í seinustu …
Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppni 7.bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi var haldin 4.mars sl. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta hennar lásu nemendur texta úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í seinni hlutanum lásu nemendur ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur lögðu sig fram um að gera vel og náðu góðum árangri. Það var sérlega gaman hve margir völdu að …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi
Föstudaginn 14. febrúar sl. fór stór hópur úr unglingadeild í stærðfræðikeppni FVA á Akranesi. Við erum afar ánægð með okkar nemendur, en frá okkur tóku 44 þátt. Þeir nemendur sem voru í efstu tíu sætunum fengu boð á verðlaunaafhendingu sl. laugardag og áttum við þar fjóra fulltrúa í 8.bekk, tvo í 9.bekk og fjóra í 10.bekk. Af þessu krökkum áttum …
Dansinn dunar
Febrúar hefur verið dansmánuður hjá okkur í Grunnsk. í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur danskennari fengið til sín alla árganga í Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur Úlfljótsson er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að því að fara í skóla landsins og kenna ungu fólki …