Útvarp Óðal fm 101,3. Dagskrá jólaútvarpsins. Finnið jólaútvarpið á spilarinn.is, jólaútvarp NFGB.
Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn er haldin á hverju hausti og var nú haldin í 19. sinn. Dagskráin er hugsuð fyrir nemendur í 9.bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla. Að forvarnardeginum standa embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Samfés, Heimili og skóli og Ríkislögreglustjóri, auk …
Erasmus+ verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi
Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö verkefnanna eru í samstarfi við vinaskólann okkar í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10.bekk. Samstarfið er rafrænt, unnið á eTwinning vefnum, Padlet og á Teams …
4. bekkur “Í blóma lífsins”.
4. bekkur (árgangur 2015) hefur unnið síðustu vikur verkefnið „Í blóma lífsins“ úr námsefninu Halló heimur. Í þessu verkefni skoðuðum við hverning matjurtaræktun fer fram, kynnumst hringrásum í náttúrunni og fræðumst um plöntur og vistkerfi ásamt því að skoða og fjalla um mikilvægi vatns fyrir lífríki jarðarinnar. Við unnum með hugtök eins og fæðuöryggi, lífrænt, gróðurhúsaáhrif, vistkerfi, ljóstillífun, hitabelti, regnskógur, …
List fyrir alla – Jazz hrekkur
List fyrir alla bauð upp á Jazz hrekk fyrir yngsta stig skólans í dag. Þar var spiluð spriklandi ný jazztónlist þar sem lögin eiga það öll sameiginlegt að fjalla um fyrirbæri og verur tengdar hrekkjavöku. Mátti heyra lög um drauga, nornir, afturgöngu og kóngulær og tóku krakkarnir þátt í skemmtuninni með því að slá taktinn og syngja með lögunum. Þrátt …
Halloween 2024
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að í gær var hrekkjavaka eða Halloween eins og kaninn segir. Hér í skólanum var margt um furðuverurnar sem lífguðu upp á skammdegið sem skollið er á og var dagurinn hinn skemmtilegasti. Nemendur jafnt sem starfsmenn gerðu sér og öðrum glaðan dag eins og má sjá á þessum myndum.
Hrekkjavaka og bangsadagur
Nemendur og starfsfólk skólans hafa undanfarið brotið upp hversdagsleikann með því að setja skólann í hrekkjavökubúning í tilefni af hrekkjavökunni í næstu viku. Þá hefur bókasafnið boðið upp á „Skelfilega bókaklúbbinn“ og „Hrekkjavökulestur“ fyrir nemendur þar sem þau safna sér „skelfilegum“ límmiðum fyrir hverja bók sem þau lesa og skila inn. Þessir tveir klúbbar verða í gangi út næstu viku …
Ólympíuhlaup ÍSÍ
Fimmtudaginn 3. október fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram, eða Mjólkurhlaupið eins og krakkarnir kalla það. Hlaupið var um íþróttavöllinn, yfir í Englendingavík, eftir fjörunni framhjá Landnámssetrinu og upp á Brákarbraut. Þar var hlaupið upp eftir Borgarbrautinni í átt að Skallagrímsgarði þar sem hlaupin var smá flétta áður en endað var í marki við íþróttahúsið. Það voru 311 krakkar sem hlupu alls …
Ofurbekkjaleikar 2024
Á föstudaginn síðasta fóru fram hinir árlegu Ofurbekkjaleikar en þar kepptu 8., 9. og 10. bekkur í óhefðbundnum íþróttagreinum. Í ár var keppt í stígvélakasti, reiptogi, grjónapokakasti, óhefðbundnum skotbolta, óhefðbundnu boðhlaupi og í einni grein sem snerist um það að klæða í bol. Úrslit fóru á þann veg að 9. bekkur hlaut Ofurbekkjatitilinn í ár, 10. bekkur varð í öðru …
Gróðursetning hjá 4. og 9. bekk.
Í dag, föstudag, fóru vinabekkirnir 4. og 9. bekkur og gróðursettu tré sunnan við flugvöllinn hér ofan við Borgarnes. Þetta er árlegur viðburður og hefur Grunnskólinn í Borgarnesi í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðsins allt frá árinu 1992. Pavle Estrajher formaður skógræktarfélagsins var með fræðslu fyrir hópinn og hjálpaði þeim við gróðursetninguna. Þau notuðust við gróðursetningargeyspur …