4. bekkur “Í blóma lífsins”.

4. bekkur (árgangur 2015) hefur unnið síðustu vikur verkefnið „Í blóma lífsins“ úr námsefninu Halló heimur. Í þessu verkefni skoðuðum við hverning matjurtaræktun fer fram, kynnumst hringrásum í náttúrunni og fræðumst um plöntur og vistkerfi ásamt því að skoða og fjalla um mikilvægi vatns fyrir lífríki jarðarinnar.
Við unnum með hugtök eins og fæðuöryggi, lífrænt, gróðurhúsaáhrif, vistkerfi, ljóstillífun, hitabelti, regnskógur, hringrás, rotnun og sundrendur. Einnig veltum við fyrir okkur hvað það getur tekið langan tíma fyrir ýmiskonar rusl að eyðast í náttúrunni. Einng horfum við á nokkur myndbönd m.a. um sjálfbærni. Verkefnin voru unnin út frá áherslum byrjendalæsis, umræður, einstaklingsverkefni, námsfélagar og stöðvavinna ásamt myndsköpun.
Umsjónarkennarar; Hólmfríður og Heiðrún Harpa