Föstudaginn 17. maí var 3. bekkur með “opna skólastofu” þar sem nemendur og starfsfólk gátu komið við og skoðað og fengið fræðslu um helstu trúarbrögð heimsins. Krakkarnir sýndu húsin sín, glærukynningar og fleiri verkefni sem þau höfðu unnið í hópum, hver hópur með sitt trúarbragð.