Nemendum, á unglingastigi, Grunnskólans í Borgarnesi bauðst tækifæri á að velja pílu sem valgrein í vali á þriðja misseri. Kennslan fór fram í pílusalnum á Grillhúsinu í Borgarnesi. Nemendur lærðu helstu grunnatriði pílunnar, svo sem kasttækni, og var einnig farið yfir leikreglur og stigakerfi. Í bland við hefðbundna pílu voru spilaðir skemmtilegir píluleikir t.d. cricket, klukka og morðingi. Í seinustu …
Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppni 7.bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi var haldin 4.mars sl. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta hennar lásu nemendur texta úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í seinni hlutanum lásu nemendur ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur lögðu sig fram um að gera vel og náðu góðum árangri. Það var sérlega gaman hve margir völdu að …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi
Föstudaginn 14. febrúar sl. fór stór hópur úr unglingadeild í stærðfræðikeppni FVA á Akranesi. Við erum afar ánægð með okkar nemendur, en frá okkur tóku 44 þátt. Þeir nemendur sem voru í efstu tíu sætunum fengu boð á verðlaunaafhendingu sl. laugardag og áttum við þar fjóra fulltrúa í 8.bekk, tvo í 9.bekk og fjóra í 10.bekk. Af þessu krökkum áttum …
Dansinn dunar
Febrúar hefur verið dansmánuður hjá okkur í Grunnsk. í Borgarnesi. Alla mánudaga og þriðjudaga í febrúar hefur Jón Pétur danskennari fengið til sín alla árganga í Óðal og hefur þá dansinn dunað. Jón Pétur Úlfljótsson er vel þekktur danskennari og mikill reynslubolti í dansheiminum og þá sérstaklega þegar kemur að því að fara í skóla landsins og kenna ungu fólki …
Samsöngur
Föstudaginn 31.jan komu Óli Flosason og Árni Freyr til okkar á vegum Listaskóla Borgarfjarðar. Þeir komu og spiluðu á gítar og píanó meðan að 1. b – 7. b sungu lögin Á sprengisandi, Kvæðið um fuglana, Lagið um það sem er bannað og Ég er kominn heim. Þetta er liður sem mun vera einu sinni í mánuði fram í maí …
Dalhallinn heillar
Eftir að snjórinn féll hafa nokkrir árgangar, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum, brugðið sér með rassaþotur og rennt sér í Dalhallanum. Þetta er þjóðaríþrótt barna í Borgarnesi og hefur verið stundað í mörg ár og alltaf jafn mikið fjör sem fylgir því
Dagskrá jólaútvarps nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi
Útvarp Óðal fm 101,3. Dagskrá jólaútvarpsins. Finnið jólaútvarpið á spilarinn.is, jólaútvarp NFGB.
Forvarnardagurinn
Forvarnardagurinn er haldin á hverju hausti og var nú haldin í 19. sinn. Dagskráin er hugsuð fyrir nemendur í 9.bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla. Að forvarnardeginum standa embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóri, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greining, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Samfés, Heimili og skóli og Ríkislögreglustjóri, auk …
Erasmus+ verkefni í Grunnskólanum í Borgarnesi
Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö verkefnanna eru í samstarfi við vinaskólann okkar í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10.bekk. Samstarfið er rafrænt, unnið á eTwinning vefnum, Padlet og á Teams …
4. bekkur “Í blóma lífsins”.
4. bekkur (árgangur 2015) hefur unnið síðustu vikur verkefnið „Í blóma lífsins“ úr námsefninu Halló heimur. Í þessu verkefni skoðuðum við hverning matjurtaræktun fer fram, kynnumst hringrásum í náttúrunni og fræðumst um plöntur og vistkerfi ásamt því að skoða og fjalla um mikilvægi vatns fyrir lífríki jarðarinnar. Við unnum með hugtök eins og fæðuöryggi, lífrænt, gróðurhúsaáhrif, vistkerfi, ljóstillífun, hitabelti, regnskógur, …