Litla upplestrarkeppnin

 

Litla upplestrarkeppni 7.bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi var haldin 4.mars sl. Keppnin er tvískipt. Í fyrri hluta hennar lásu nemendur texta úr bókinni „Af hverju ég ?“ eftir Hjalta Halldórsson. Í seinni hlutanum lásu nemendur ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur lögðu sig fram um að gera vel og náðu góðum árangri. Það var sérlega gaman hve margir völdu að flytja frumsamin ljóð eða ljóð samin af ættingjum þeirra. Sigurvegari í keppninni þetta árið var Sóley Rósa Sigurjónsdóttir. Í öðru sæti var Ásdís Vera Gunnarsdóttir. Í þriðja sæti var Einar Jósef Flosason og í fjórða sæti var Aleta Von Mýrdal Ríkharðsdóttir. Tveir þátttakendur munu taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Vesturlandi sem verður haldin í Grunnskóla Borgarfjarðar 19.mars nk. Dómarar þetta árið voru Sævar Ingi Jónsson, héraðsbókavörður í Safnahúsinu, Elín Matthildur Kristinsdóttir, kennslustóri í Menntaskóla Borgarfjarðar og Lilja Björg Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Borgarbyggð. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina

.