Hinir árlegu miðstigsleikar, sameiginlegt verkefni samstarfsskólanna Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Reykhólaskóla og Auðarskóla voru haldnir í gær, Þátttakendur voru nemendur í 5. – 7.bekk. Keppnin fór fram hér í Borgarnesi og keppt var í fjórum greinum; langstökki, kúluvarpi, 60 metra hlaupi og fótbolta. Allt fór vel fram og þátttakendur virtust skemmta sér vel.