Föstudaginn 19. apríl heimsótti okkur Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar og spiluðu krakkarnir nokkur lög í Salnum. Í skólahljómsveitinni eru grunnskólanemendur úr skólum í vesturbæ og miðbæ Reykjavíkur og voru þau stödd í Borgarnesi í skólahljómsveitabúðum. Mátti heyra af þeim vítt og breytt um héraðið þar sem þau fóru um og spiluðu fyrir leikskóla, skóla og aðra gesti.