Eins og sjá má á þessum myndum voru sýnishorn af verkefnum nemenda úr nýsköpun í 9. bekk til sýnis á glæsilegri ráðstefnu MB, Nýsköpun í skólastarfi, sem fram fór miðvikudaginn 17. apríl.
Tilgangurinn með ráðstefnunni var að efla umræðu og vitund um nýjar áherslur og spennandi tækifæri í námi og kennslu á öllum skólastigum. Verkefnin pössuðu vel inn í þær áherslur og vöktu verðskuldaða athygli.
Anna Sigga myndmenntakennari og Eva Lára kennari í hönnun og smíði höfðu veg og vanda af kynningarbásnum en þær hafa haldið utan um verkefnið síðan því var ýtt úr vör í Grunnskólanum í Borgarnesi.