3. bekkur og himingeimurinn.

Byrjendalæsi – 3. bekkur – himingeimurinn

 

Nemendur 3. bekkjar hafa að undanförnu verið að fræðast um himingeiminn og vinna fjölbreytt verkefni sem samþættist við íslensku, náttúrfræði, samfélagsfræði og upplýsingamennt. Áherslan var á lesskilning, ritun, kyn orða, eintölu og fleirtölu. Verkefnin voru unnin í anda byrjendalæsis og voru ýmist  hópa-, para- eða einstaklingsverkefni. Einstaklingsverkefnin voru unnin í stöðvavinnu þar sem nemendur gátu valið í hvaða röð þau unnu verkefnin.

Hópaverkefnið var þannig að hver hópur dró eina plánetu og vann texta um helstu einkenni hennar upp úr efni sem þau fundu bæði í kennslubókum og á netinu. Einnig bjuggu hóparnir til nokkrar spurningar úr textanum til að spyrja áhorfendur. Síðan var plánetan teiknuð upp, klippt í tvennt og textinn var límdur inn á milli.  Hver hópur kynnti svo plánetuna sína og spurði spurninga upp úr textanum fyrst fyrir samnemendum og síðan var foreldrum/forráðamönnum boðið og koma og horfa á og skoða afraksturinn í skólastofunni.

Ásamt þessu voru föndraðar eldflaugar, geimfarar og plánetumynd.  Nemendur lærðu og skrifuðu upp ljóð, skrifuðu upp texta sem þeir myndgerðu. Einnig sömdu þeir “geimsögu” í heimanámi sem skilað var á tölvutæku formi.

Samhliða vinnunni lásu kennara Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason fyrir nemendur.

Umsjónarkennarar: Heiðrún Harpa Marteinsdóttir og Hólmfríður Ólafsdóttir.

Hér á myndunum má sjá dæmi um afrakstur vinnunnar.