Vorferð 4. – 6. bekkjar var farin 28. maí þar sem nemendur af öllum deildum skelltu sér í skoðunarferð í Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Nemendur voru heillaðir af tilbrigðum hellisins og nutu þessa að horfa á fegurðin og hlusta á frásagnir leiðsögumanna. Þegar heimsókninni í Víðgelmi var lokið var keyrt að Geitfjársetrinu Háafelli þar sem grillaðar voru pylsur og nemendur fengu síðan að kíkja á geiturnar og leika aðeins við þær áður en haldið var aftur á deildirnar. Myndirnar segja meiri sögu.