Á fallegum degi var komið að því að nemendur á yngsta stigi á Varmalandi myndu læra hvernig eigi að hegða sér i kringum eld og hvernig eigi að búa til bál. Útbúnir voru ljúffengir vöfflusnúðar sem voru bakaðir yfir eldinum og brögðuðust snúðarnir mjög vel.
Nemendur sungu á meðan vöfflujárnin voru að ná upp hita og biðu svo eftir að kæmi að þeim að smakka góðgætið.