Í febrúar voru nemendur að læra um farfugla og staðfugla í útikennslu. Það var mikið frost i byrjun mánaðar og því lítið um mat handa staðfuglunum og var því ákveðið að útbúa mat handa fuglunum. Hugmyndina fengum við lánaða frá Varmalandi þar sem þau voru búin að vinna þetta verkefni fyrr á árinu.
Nemendur fundu köngla og trjágreinar sem þau dýfðu í sýróp og síðan í þurrkað mulið brauð. Nemendur fóru með matinn og lögðu hann á snjóinn þar sem fuglarnir náðu síðan í hann.