Upplestrarkeppni Vesturlands var haldin þriðjudaginn 16. apríl í Búðardal en þar kepptu fyrir hönd Grunnskóla Borgarfjarðar Georg Guðnason og Helga Laufey Hermannsdóttir. Allir upplesarar stóðu sig mjög vel og tóku nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar tvö af efstu sætunum en Helga Laufey hreppti annað sætið og Georg þriðja sætið. Frábær árangur hjá þeim.