Tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Þann 22. maí tók stjórn foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar á móti viðurkenningu frá Heimili og skóla. Fræðslufundurinn Samskipti á samfélagsmiðlum var tilnefndur til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2025. Við óskum foreldrafélaginu innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.