Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Líkt og fyrri ár stóð FVA fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Í ár tóku 23 nemendur úr 8.-10. bekk í GBF þátt og stóðu þau sig mjög vel. Fjórir nemendur enduðu í efstu 10 sætum hvers bekkjar, þeir Jónas Emil Jóhannesson í 8. bekk og Heiðar Smári Ísgeirsson, Sigvaldi Þór Bjarnason og Hilmar Steinn Hannesarson í 9. bekk. Hilmar Steinn endaði í 2. sæti nemenda í 9. bekk.

Við óskum þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.