Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar

Þriðjudaginn 28. janúar var hin árlega Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar haldin á Kleppjárnsreykjum.  Mörg flott atriði tóku þátt í keppninni og fengu dómarar það erfiða hlutverk að velja þrjú efstu. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Baldur Karl Andrason og Haukur Orri Heiðarsson duglegir að halda stemmningunni í salnum á milli laga. Dómarar að þessu sinni voru Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Harpa Rut Jónasdóttir og Ólafur Flosason. Í þriðja sæti var Georg Guðnason, í öðru sæti var Laufey Helga Hermannsdóttir og  sigurvegari var Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir.

Á eftirfarandi myndum má sjá alla þátttakendur í söngvarakeppninni og efstu þrjú sætin.