Söngstund á Hvanneyri

Alla föstudagsmorgna í fyrsta tíma er söngstund á Hvanneyri. Lögin sem sungin eru eru valin með tilliti til árstíðar, einhvers sem verið er að gera í skólanum eða einvhers annars sem tengist okkur á þeim tíma. Síðasta föstudag vorum við að æfa þorralög fyrir þorrablótið okkar sem verður haldið 30. Janúar. Við vorum svo heppina að Krilli, húsvörður, var staddur í húsinu þegar söngstundin var að byrja og við fengum hann til að spila undir hjá okkur. Það gerði söngstundina margfallt skemmtilegri svo við erum að reyna að láta okkur detta eitthvað sniðugt í hug sem hjálpar okkur að hafa Krilla hjá okkur alla föstudagsmorgna.

 

oplus_1048610

oplus_1049650

oplus_1048610