Smiðjuhelgi unglingastigs

Dagana 17.og 18.október fór fram fyrri smiðjuhelgi þessa skólaárs á Kleppjárnsreykjum. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni.

Að þessu sinni var boðið uppá eftirtaldar smiðjur: Eldsmíði, sjálfsvörn, rafvirkjun, fótbolti og björgunarsveit. Þeir sem voru í björgunarsveitarsmiðjunni tóku þátt í landsæfingu björgunarsveita sem fór fram á laugardeginum. Allir nemendur voru sáttir við smiðjurnar og var gaman að fylgjast með þeim í þeirra vinnu. Flestir nemendur gistu svo í skólanum og nutu samverunnar og skemmtu sér vel, foreldrar sjáu um gæslu. Þetta fyrirkomulag eykur mjög fjölbreytni námsframboðs nemenda í valgreinum.