Nemendur á Hvanneyri hafa notið sín vel síðustu daga við það að renna sér á kirkjuhólnum. Á Hvanneyri hefur lengi tíðkast að nemendur komi með sleða í skólann um leið og það er sleðafæri. Í útikennslu voru allir bekkir saman að renna sér og voru í ýmiskonar hlutverkaleikjum t.d. voru sjúkrabílar fyrir þá sem duttu af sleðunum, aðrir voru lögreglur og gættu þess að einginn endaði í tjörninni og auðvitað var samvinnan mikil í hópnum og voru börnin dugleg að deila sleðum.