Í desember leggja kennarar venju fremur metnað sinn í að hafa verkefni nemenda fjölbreytt og í allskyns jólabúningum enda jólaspenningur stigvaxandi með hverjum deginum í nemendahópnum.
Þau hafa verið að fylgjast með hinum ýmsu jóladagatölum bæði í stærðfræði, lífsleikni og furðufataþemum.
Leynivinaleikurinn hefur verið nýttur til jákvæðra samskipta og einnig hefur jóladagatal SOS vakið umræður um ólíkar aðstæður barna í heiminum.
Nemendur skreyttu stofurnar sínar og til dæmis gerðu nemendur yngsta stigsins sér gamaldags jólatré.
Á Litlu jólunum ríkir svo hátíð í skólastofunum þar sem farið er í bingó, pakkaleikurinn sívinsæli er leikinn og að lokum borða allir saman hátíðarmat. Yndisleg samvera inn í langþráð jólaleyfi.

