Þriðjudaginn 5. mars var farið með 4. og 5. bekk til Reykjavíkur í menningarferð. Nemendur í 4. bekk fóru í heimsókn á Þjóðminjasafnið þar sem þau fræddust um landnám og fengu að prófa búninga. 5. bekkur skellti sér í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa og rannsaka fjölbreytta hluti. Að lokum fóru báðir hóparnir í Skautahöllina þar sem þau fengu sér pizzu og skelltu sér á skauta.