Þann 28.maí komu nemendur 7.-9. bekkja saman á Varmalandi. Kennarar þeirra höfðu undirbúið skólastarf dagsins og innifól það íþróttir, útikennslu og ýmis spil. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur sem unnu að verkefnum sínum.
Þennan dag voru 10.bekkingar í útskriftarferð sinni svo tilvalið var að þjappa verðandi unglingastigi saman á þennan hátt og þótti það takast með ágætum.