Hjálmar

Í síðustu viku fengu nemendur í fyrsta bekk gefins hjálma frá Eimskip og Kiwanisklúbbnum eins og siður hefur verið frá árinu 2004. Var farið yfir með kennara hvernig reglurnar eru um notkun hjálma og voru þau hvött til að minna alla, börn sem fullorðna, á mikilvægi þess að nota hjálma. Það voru glaðir fyrstu bekkingar sem fóru heim og færum …

Skólaslit þriðjudaginn 4. júní

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar fara fram þriðjudaginn 4. júní Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju Varmaland kl. 14:oo í Þinghamri

Vísindavaka unglingastigs á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í 9. og 10. bekk á Kleppjárnsreykjum hafa síðustu vikur verið að vinna að lokaverkefnum sínum í náttúrufræði. Tilgangur verkefnisins var að nemendur lærðu að vinna eftir vísindalegum vinnubrögðum og að setja upp sýna eigin tilraun eða rannsókn. Foreldrum og nemendum úr öðrum bekkjum var svo boðið á Vísindavökusýningu fimmtudaginn 30. maí sem lukkaðist stórvel. Rannsóknarverkefni nemenda voru eftirfarandi: Gúrkutrommur Fílatannkrem Eru fleiri dauðar flugur í lokuðum eða opnum gluggum? …

Vorferð 4. – 6. bekkjar

Vorferð 4. – 6. bekkjar var farin 28. maí þar sem nemendur af öllum deildum skelltu sér í skoðunarferð í Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Nemendur voru heillaðir af tilbrigðum hellisins og nutu þessa að horfa á fegurðin og hlusta á frásagnir leiðsögumanna. Þegar heimsókninni í Víðgelmi var lokið var keyrt að Geitfjársetrinu Háafelli þar sem grillaðar voru pylsur og nemendur fengu …

Skólahlaup á Varmalandi

Miðvikudaginn 15. maí tóku nemendur þátt í skólahlaupinu (skógarhlaupinu). Nemendur stóðu sig mjög vel og bættu sig frá því í hlaupinu í haust. Miklar framfarir hjá nemendum.

Kryddjurtir á Hvanneyri

Nemendur fjórða og fimmta bekkjar hafa undanfarna daga verið að sá kryddjurtum í skólanum. Þau eru að rækta myntu, basiliku, dill, kóríander og steinselju.  Hver og einn nemandi sáði fyrir tveimur kryddjurtum og það hefur verið spennandi að fylgjast með hvaða kryddjurtir eru fljótastar að stinga upp kollinum og þar hefur basilikan áberandi yfirburði. Við erum búin að skoða hversu mikla mold þarf í pottinn, hversu djúpt fræin eiga að fara og hversu mikiðþurfi að vökva. Þau setja svo plastfilmu yfir hvern pott til að mynda einskonar “gróðurhús”og nýtum þannig hringrás vatns og búum til sjálfvökvunarkerfi í vistkerfi blómapottsins. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þau öll mjög áhugasöm um þetta. Við byrjum hvern dag á að kíkja í pottana og sjá hvort eitthvað sé að stinga upp kollinum. Í lok skóla taka nemendur svo sínar kryddjurtir með heim og nota þær í einhverja gómsæta matseld í sumar.   

Saumaval á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í saumavali á Kleppjárnsreykjum saumuðu barnabuxur. Þar lærðu nemendur að taka upp snið, sníða, sauma með overlook vél, skera út í vínilskera og pressa vínil á föt. 

Skólaslit 4. júní

Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar fara fram þriðjudaginn 4. júní Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju Varmaland kl. 14:oo í Þinghamri

Vortónleikar á Varmalandi

Í dag voru haldnir vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Nemendur spiluðu á fjölbreytt hljóðfæri fyrir foreldra, starfsmenn og aðra nemendur.