Þorrablót á Hvanneyri

Fimmtudaginn 23. febrúar var þorrablót á Hvanneyri.  Allir nemendur tóku þátt í þorrabingó þar sem þeir voru hvattir til að smakka allan þorramatinn. 4. bekkur var búinn að skrifa annál um það sem gerst hafði frá síðasta blóti og lásu upp fyrir gesti. Hefð er fyrir því að nemendur í 5. bekk geri kennaragrín. Þar sem þeir taka hvern kennara fyrir og leika. Þetta skemmtiatriði vakti mikla lukku og var mikið hlegið.  

Heimilisfræði hjá yngstu á Varmalandi

Nemendur á yngsta stigi á Varmalandi eru í hringekju í heimilisfræði. Þar fá nemendur að spreyta sig á fjölbreyttum bakstri líkt og að baka bollakökur, brauð, smákökur og fleira.

Öskudagur á Hvanneyri

Mikil gleði ríkti á öskudaginn á Hvanneyri. Nemendur gengu á milli stofnanna í búningum sínum og sungu fyrir starfsfólk. Allir tóku vel á móti þeim og fengu þau góðar þakkir fyrir sönginn.

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.  

Öskudagur

Skemmtilegur öskudagur var á Varmalandi þar sem nemendur og starfsmenn mættu í fjölbreyttum búningum. Haldið var öskudagsball í íþróttahúsinu þar sem farið var í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Starfsmenn mættu sem litakassi þar sem þau mættu í búningum í mismunandi litum.

Vetrarfrí

Mánudaginn 26. febrúar og þriðjudaginn 27. febrúar er vetrarfrí í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 28. febrúar.

Textílmennt hjá 4. bekk K

Nemendur í 4. bekk á Kleppjárnsreykjum ófu þessi veggteppi á litla vefstóla í texílmennt. 

3D prentun á Kljr

Nemendur í 5.-6. bekk á Kleppjárnsreykjum bjuggu til lyklakippur og nafnspjöld í Tinkercad og prentuðu svo út í 3D prentaranum.