Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á Varmalandi föstudaginn 22.nóvember.Að þessu sinni fékk skólinn afhenta viðurkenningu sem Réttindaskóli Unicef við hátíðlega athöfn. Réttindaráðið, sem er skipað nemendum úr öllum námshópum í skólanum hefur unnið ötullega að því að ná þessu markmiði undir dyggri leiðsögn kennaranna Elísabetar og Önnu Dísar. Á þinginu unnu nemendur í hópum þvert á aldur og …
Nemendur lesa fyrir eldri borgara í Brún
Miðvikudaginn 2o. nóvember fóru sjö nemendur frá Grunnskóla Borgarfjarðar í Brún til að lesa þar fyrir eldri borgar á samkomu hjá þeim. Það er nokkuð löng hefð fyrir því að nemendur fari og lesi fyrir eldri borgara í tengslum við dag íslenskrar tungu. Á staðinn mættu þrír nemendur úr 7. bekk á Kleppjárnsreykjum, tveir úr 5. bekk á Hvanneyri og …
Baráttu dagur gegn einelti
Þann 8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti. Þann dag hittast nemendur úr leik- og grunnskólanum á Hvanneyri og styrkja vinaböndin. Allir árgangar eiga vinaárgang sem hittist. Árgangar fylgjast að þar til skólahópur byrjar í grunnskóla og tekur þá vinahópur viðkomandi árgangs á móti þeim og býður nemendur velkomna í skólann. Skemmtileg hefð sem byggir á vináttu og náungakærleik.
5. bekkur hugar að jólaskreytingum
5. bekkur á Kleppjárnsreykjum er farinn að huga að jólaskreytingum fyrir matsalinn.
List fyrir alla og dans
Miðvikudaginn 6. nóvember kom allt yngsta stig GBF saman á Varmalandi. Nemendur gerðust DjassGeggjarar af bestu gerð er þeir horðu og tók um þátt í Jassleikhúsi með djasstríói á vegum List fyrir alla. Við ákváðum að nýta tækifærið og fá Jón Pétur til að stjórna dansi fyrir allt yngstastigið. Það gekk vonum framar og dönsuðu tæplega 80 börn á Varmalandi …
Fjölgreindarleikar á Varmalandi
Uppbrotsdagur með áherslu á styrkleika Á Varmalandi var fimmtudagurinn 14. nóvember tileinkaður fjölbreytileika og sköpun þegar nemendur tóku þátt í fjölgreindaleikum Gardners. Kenning Gardners um fjölgreind leggur áherslu á að einstaklingar læri á mismunandi vegu og búi yfir ólíkum styrkleikum, hvort sem um rýmisgreind, tónlistargreind og fleira. Til að fagna þessum fjölbreytileika var nemendum skipt í hópa þvert á bekki, …
Dansvika með Jóni Pétri
Vikuna 4.-8.nóvember voru allir nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar í dansi hjá Jóni Pétri eina klukkustund á dag. Kenndi hann 2-3 árgöngum saman og virkjaði allan hópinn í félagsfærni, leik og dans. Í síðasta tíma vikunnar tók hann svo alla nemendur hverrar starfsstöðvar saman og blandaði þeim í dans og marseringar eftir kúnstarinnar reglum. Jón Pétur var mjög ánægður með nemendahópinn og …
Leikskólinn Hraunborg fluttur á Varmaland
Mikil gleði ríkir á Varmalandi þar sem leikskólinn Hraunborg hefur nú hafið starfsemi sína á Varmalandi en var áður á Bifröst. Aðstaðan er til fyrirmyndar eftir að verktakar luku störfum. Leikskólinn er kærkomin viðbót við námsumhverfi grunnskólans og hefur þegar aukið fjölbreytileika og líf í skólanum, sérstaklega á kaffistofu starfsmanna. Kennarar grunnskólans hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi leikskólans og …
Skipulagsdagur mánudaginn 11. nóvember
Mánudaginn 11. nóvember er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og því ekki skóli hjá nemendum. Starfsmenn skólans nýta þennan dag í að kynna sér skólastarf í skólum í Reykjanesbæ og í Reykjavík.
Gjöf frá Glitstöðum
Í tilefni að því að Guðrún og Eiður á Glitstöðum eiga ekki barn lengur í Varmalandsdeild eftir að hafa verið rúmlega tuttugu ár með nemanda við skólann þá ákváðu þau að færa skólanum stóran og öflugan hátalara. Þessi hátalari mun nýtast nemendum og starfsmönnum vel við skólann í fjölbreyttum verkefnum. Þessa vikuna er hann t.d. í notkun í danskennslu. Skólinn …