Áralöng hefð er fyrir því á Varmalandi að hefja aðventuna með svokallaðri Vinakeðju og var hún haldin föstudaginn 6. desember. Í upphafi skóladags komu foreldrar, nemendur og starfsfólk saman fyrir utan skólann, þar sem kveikt var á kyndlum. Síðan var gengið í halarófu í snjónum og myrkrinu upp að Laugahnjúl. Þar tóku nemendur skólans sig til og sungu vel valin …
Jólatréð sótt af nemendum á Hvanneyri
Fimmtudaginn 5. desember fóru nemendur Gbf á Hvanneyri ásamt skólahópi Andabæjar, að sækja jólatré í Skjólbeltin. Þetta er árleg ferð og alltaf mikill spenningur í hópnum. Sitt sýndist hverjum um hvaða tré skyldi valið en að lokum sammæltist allur hópurinn um fallegt tré sem var sagað niður og borið í skólann. Þar verður það svo sett upp í matsalnum og …
Jólaundirbúningur á Kleppjárnsreykjum
Nemendur á miðstigi á Kleppjárnsreykjum létu kuldan ekki á sig fá þegar þau söguðu niður í þetta fína jólatré í smíði á dögunum.
Myndmennt
Í myndmennt læra nemendur eina aðferð í þrykki þar sem nemendur teikna mynd á frauðplast og þrykkja svo með grafíklit?
Jólaútsaumur hjá 3. bekk á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 3. bekk á Kleppjárnsreykjum læra að sauma krosssaum með einum lit.
Heimsókn frá Slökkviliði Borgarfjarðar
Á dögunum kom Bjarni frá slökkviliðinu í sína árlegu heimsókn að hitta nemendur í 3. bekk. Hann fór yfir eldvarnir á heimlum og sýndi nemendum stutta teiknimynd um Brennivarg. Bjarni fór yfir mikilvægi reykskynjara og hvernig fara á yfir batteríin í þeim. Árlega á að fara yfir batteríin og hvetjum við fólk til að gera það. Nemendur voru svo leystir …
Dagur íslenskrar tungu
Mikil sönghefði er á Hvanneyri og tíðkast það að nemendur læri eitthvað fallegt íslensk dægurlag og flytji fyrir samstarfskólana. Að þessu sinni sungu nemendur lagið Kærleikur og tími eftir KK. Við byrjuðum í leikskólanum Andabæ þar sem allar deildir höfðu einni undirbúið atriði og fluttu fyrir áhorfendur að því loknu sungu nemendur grunnskólans og áður en við héldum af stað …
Jólaþema á Kleppjárnsreykjum fyrir þessi jól hjá 4. bekk
Jólaþemað á Kleppjárnsreykjum er rautt, hvítt og gyllt. Því var valinn rauður í þetta verkefni sem passar einmitt við eldgosið sem nú er í gangi. Hér læra nemendur þrívídd og að skyggja.
Ljósahátíð í Kleppjárnsreykjum
Í svartasta skammdeginu í lok nóvember safnast nemendur á Kleppjárnsreykjum saman og kveikja á jólaljósunum sem prýða svo skólann til jólaloka.Nemendur af unglingastigi lesa ljóðið Hátíð fer að höndum ein, nokkur lög eru sungin og svo fara yngsti og elsti nemandi skólans og tendra ljósin .Þetta er hefð sem Ása Hlín kennari kom á fyrir mörgum árum og er haldin …
Upprennandi þingmenn á Varmalandi
Nemendur í 2.-4. bekk í Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar fengu nýverið kynningu á lýðræði í verki þegar þeir unnu skemmtilegt og fræðandi verkefni í tengslum við komandi Alþingiskostningar. Fyrst var nemendum gefin stutt kynning á starfsemi Alþingis og í kjölfarið var rætt um hlutverk þess og mikilvægi. Að því loknu var nemendum skipt í hópa og fengu þeir það verkefni að …