Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar

Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar 4. – 10. bekkur. Þriðjudaginn 28. janúar, keppnin verður haldin í Íþróttasalnum á Kleppjárnsreykjum kl 20. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Nemendafélagið verður með opna sjoppu.

Áhugasviðsval á Hvanneyri

Nemendur 5. bekkjar á Hvanneyri eru í áhugasviðsvali eftir hádegi á föstudögum og eru þetta vinsælustu tímar vikunnar. Í þessum tímum, eins og nafnið gefur til kynna, vinna þau verkefni sem falla að þeirra áhuga. Allar hugmyndir eru skoðaðar og reynt að finna útfærslu sem virkar til að hugmyndin geti orðið að veruleika. Fjölbreyttur efniviður er í boði og ímyndunaraflið …

DNA módel á Kleppjárnsreykjum

Nemendur 9. og 10. bekkja hafa í desember verið að læra um erfðir og DNA. Hluti af því hefur verið að læra um uppbyggingu erfðaefnisins og áttu nemendur að útbúa mynd eða módel af DNA. Það er óhætt að segja að nemendur hafi gert verkefnin að sínum en ásamt því að gera nákvæm myndverk var margvíslegur efniviður notaður. T.d. afgangur …

Sleðagleði á Hvanneyri

Nemendur á Hvanneyri hafa notið sín vel síðustu daga við það að renna sér á kirkjuhólnum. Á Hvanneyri hefur lengi tíðkast að nemendur komi með sleða í skólann um leið og það er sleðafæri. Í útikennslu voru allir bekkir saman að renna sér og voru í ýmiskonar hlutverkaleikjum t.d. voru sjúkrabílar fyrir þá sem duttu af sleðunum, aðrir voru lögreglur …

Vinakeðja á Varmalandi

Áralöng hefð er fyrir því á Varmalandi að hefja aðventuna með svokallaðri Vinakeðju og var hún haldin föstudaginn 6. desember. Í upphafi skóladags komu foreldrar, nemendur og starfsfólk saman fyrir utan skólann, þar sem kveikt var á kyndlum. Síðan var gengið í halarófu í snjónum og myrkrinu upp að Laugahnjúl. Þar tóku nemendur skólans sig til og sungu vel valin …

Jólatréð sótt af nemendum á Hvanneyri

Fimmtudaginn 5. desember fóru nemendur Gbf á Hvanneyri ásamt skólahópi Andabæjar, að sækja jólatré í Skjólbeltin. Þetta er árleg ferð og alltaf mikill spenningur í hópnum. Sitt sýndist hverjum um hvaða tré skyldi valið en að lokum sammæltist allur hópurinn um fallegt tré sem var sagað niður og borið í skólann. Þar verður það svo sett upp í matsalnum og …