Miðvikudaginn 15. maí tóku nemendur þátt í skólahlaupinu (skógarhlaupinu). Nemendur stóðu sig mjög vel og bættu sig frá því í hlaupinu í haust. Miklar framfarir hjá nemendum.
Kryddjurtir á Hvanneyri
Nemendur fjórða og fimmta bekkjar hafa undanfarna daga verið að sá kryddjurtum í skólanum. Þau eru að rækta myntu, basiliku, dill, kóríander og steinselju. Hver og einn nemandi sáði fyrir tveimur kryddjurtum og það hefur verið spennandi að fylgjast með hvaða kryddjurtir eru fljótastar að stinga upp kollinum og þar hefur basilikan áberandi yfirburði. Við erum búin að skoða hversu mikla mold þarf í pottinn, hversu djúpt fræin eiga að fara og hversu mikiðþurfi að vökva. Þau setja svo plastfilmu yfir hvern pott til að mynda einskonar “gróðurhús”og nýtum þannig hringrás vatns og búum til sjálfvökvunarkerfi í vistkerfi blómapottsins. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og þau öll mjög áhugasöm um þetta. Við byrjum hvern dag á að kíkja í pottana og sjá hvort eitthvað sé að stinga upp kollinum. Í lok skóla taka nemendur svo sínar kryddjurtir með heim og nota þær í einhverja gómsæta matseld í sumar.
Saumaval á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í saumavali á Kleppjárnsreykjum saumuðu barnabuxur. Þar lærðu nemendur að taka upp snið, sníða, sauma með overlook vél, skera út í vínilskera og pressa vínil á föt.
Skólaslit 4. júní
Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar fara fram þriðjudaginn 4. júní Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju Varmaland kl. 14:oo í Þinghamri
Auglýst eftir kennurum og þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa
Sjá auglýsingu: https://alfred.is/starf/kennarar-vid-grunnskola-borgarfjardar-1
Vortónleikar á Varmalandi
Í dag voru haldnir vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Nemendur spiluðu á fjölbreytt hljóðfæri fyrir foreldra, starfsmenn og aðra nemendur.
Opið hús
Opið hús var hjá Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. maí. Tilefnið var Barnamenningarhátíð Borgarbyggðar og að með þessu vilja nemendur og starfsmenn kynna skólann sinn fyrir fólkinu í kringum sig, foreldrum og samfélaginu. Þónokkrir gestir létu sjá sig gengu um skólann og skoðuðu það sem fyrir augum bar. Nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu á píanó, gítar, ukuleh og sungu. Einnig má benda …
Lúðrasveit í heimsókn á Hvanneyri
Föstudaginn 19. apríl fengu nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar skemmtilega heimsókn frá Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hljómsveitin lék nokkur lög áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um Hvanneyri. Kátt var á hjalla og þökkum við kærlega fyrir þessa frábæru heimsókn.
Skólahreysti
Keppni í Skólahreysti þetta árið hófst miðvikudaginn 17. apríl í Laugardalshöll. Krakkarnir í Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig frábærlega og enduðu í öðru sæti og eiga enn möguleika á að komast í úrslit sem haldin verða í höllinni 25. maí n.k. Þar keppa sigurvegar allra 8 riðlanna og auk þess eru fjögur uppbótarsæti. Keppendur Gbf. voru. Upphífingar / Dýfur : Kristján Karl …