Á miðvikudaginn fóru nemendur 3. – 5. bekkjar á Hvanneyri í Oddsstaðarétt og höfðu mjög gaman af. Veðurguðirnir voru hliðhollir í réttunum í dag, en það er yfirleitt alltaf gott veður í Oddsstaðarétt. Gleði, kurteisi og mikið hugrekki einkenndi hópinn og allflestir prófuðu að draga kind í dilk. Þær létu nú ekki alltaf vel af stjórn en þetta eru sterkir krakkar og létu …
Miðstigsleikar
Miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi miðvikudaginn 4. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá samstarfsskólunum á Vesturlandi og kepptu í knattspyrnu, 60 m. hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Veðrið var fjölbreytt en krakkarnir voru kátir að hittast og etja saman kappi.
Skólasetning
Skólasetning við Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst 9:30 á Hvanneyri, 11:00 á Kleppjárnsreykjum 14:00 á Varmalandi. Foreldrar mæta með börnum sínum á skólasetningu og að henni lokinni nemendur og foreldrar með umsjónarkennurum inn í skólastofur nemenda.
Skólaslit vorið 2024
Skólaslit eru alltaf hátíðlegur viðburður. Nemendur mæta með foreldrum sínum og hlusta á vel valin orð Helgu Jensínu skólastjóra. Nemendur fengu vitnisburðarmöppurnar sínar afhendar af umsjónarkennurum og viðurkenningar voru veittar fyrir framfarir í lestri. Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og hafa sýnt framúrskarandi árangur fá viðurkenningar. Einnig færir skólinn öllum nemendum sem eru að útskrifast birkitré að gjöf. …
Samstarfsdagur 7.- 9. bekkjar
Þann 28.maí komu nemendur 7.-9. bekkja saman á Varmalandi. Kennarar þeirra höfðu undirbúið skólastarf dagsins og innifól það íþróttir, útikennslu og ýmis spil. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur sem unnu að verkefnum sínum. Þennan dag voru 10.bekkingar í útskriftarferð sinni svo tilvalið var að þjappa verðandi unglingastigi saman á þennan hátt og þótti það takast með ágætum.
Vorferð 1. – 3. bekkjar
Þann 28. maí síðastliðinn lögðu nemendur 1.-3. bekkjar land undir fót og fóru í vorferð. Ferðinni var heitið í höfuðborgina þar sem fjölskyldu og húsdýragarðurinn var skoðaður. Veðrið lék við okkur og var dásamlegt að sjá hvað allir nutu sín vel. Fyrst voru dýrin skoðuð og að því loknu var hlaupið yfir í fjölskyldugarðinn þar sem nemendur fengu að leika sér og við grilluðum pylsur. Nokkrir nemendur tóku dýfu í tjörnina á meðan aðrir klifruðu í köstulum. …
Hjálmar
Í síðustu viku fengu nemendur í fyrsta bekk gefins hjálma frá Eimskip og Kiwanisklúbbnum eins og siður hefur verið frá árinu 2004. Var farið yfir með kennara hvernig reglurnar eru um notkun hjálma og voru þau hvött til að minna alla, börn sem fullorðna, á mikilvægi þess að nota hjálma. Það voru glaðir fyrstu bekkingar sem fóru heim og færum …
Skólaslit þriðjudaginn 4. júní
Skólaslit Grunnskóla Borgarfjarðar fara fram þriðjudaginn 4. júní Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju Varmaland kl. 14:oo í Þinghamri
Vísindavaka unglingastigs á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 9. og 10. bekk á Kleppjárnsreykjum hafa síðustu vikur verið að vinna að lokaverkefnum sínum í náttúrufræði. Tilgangur verkefnisins var að nemendur lærðu að vinna eftir vísindalegum vinnubrögðum og að setja upp sýna eigin tilraun eða rannsókn. Foreldrum og nemendum úr öðrum bekkjum var svo boðið á Vísindavökusýningu fimmtudaginn 30. maí sem lukkaðist stórvel. Rannsóknarverkefni nemenda voru eftirfarandi: Gúrkutrommur Fílatannkrem Eru fleiri dauðar flugur í lokuðum eða opnum gluggum? …
Vorferð 4. – 6. bekkjar
Vorferð 4. – 6. bekkjar var farin 28. maí þar sem nemendur af öllum deildum skelltu sér í skoðunarferð í Víðgelmi í Hallmundarhrauni. Nemendur voru heillaðir af tilbrigðum hellisins og nutu þessa að horfa á fegurðin og hlusta á frásagnir leiðsögumanna. Þegar heimsókninni í Víðgelmi var lokið var keyrt að Geitfjársetrinu Háafelli þar sem grillaðar voru pylsur og nemendur fengu …