Mikil gleði ríkir á Varmalandi þar sem leikskólinn Hraunborg hefur nú hafið starfsemi sína á Varmalandi en var áður á Bifröst. Aðstaðan er til fyrirmyndar eftir að verktakar luku störfum. Leikskólinn er kærkomin viðbót við námsumhverfi grunnskólans og hefur þegar aukið fjölbreytileika og líf í skólanum, sérstaklega á kaffistofu starfsmanna. Kennarar grunnskólans hafa sýnt mikinn áhuga á starfsemi leikskólans og …
Skipulagsdagur mánudaginn 11. nóvember
Mánudaginn 11. nóvember er skipulagsdagur í Grunnskóla Borgarfjarðar og því ekki skóli hjá nemendum. Starfsmenn skólans nýta þennan dag í að kynna sér skólastarf í skólum í Reykjanesbæ og í Reykjavík.
Gjöf frá Glitstöðum
Í tilefni að því að Guðrún og Eiður á Glitstöðum eiga ekki barn lengur í Varmalandsdeild eftir að hafa verið rúmlega tuttugu ár með nemanda við skólann þá ákváðu þau að færa skólanum stóran og öflugan hátalara. Þessi hátalari mun nýtast nemendum og starfsmönnum vel við skólann í fjölbreyttum verkefnum. Þessa vikuna er hann t.d. í notkun í danskennslu. Skólinn …
Bleikur dagur
Nemendur og starfsfólk tóku þátt í bleika deginum. Hægt var að sjá bleikan lit í fjölbreyttum útgáfum um skólann í fatnaði, aukahlutum eða hárlit nemenda og starfsmanna. Á Hvanneyri hefur skapast hefð fyrir því að nemendur búi til bleikarslaufur og skrifi falleg skilaboð á slaufuna til einhverrar konu sem þeim þykir vænt um. Sumir vilja senda mömmu, aðrir ömmu eða …
Þemadagar á Varmalandi
Unnið var þvert á aldur með viðfangsefnið um dýr og náttúru í Úkraínu og á Íslandi. Nemendur útbjuggu myndir af svipuðum dýrum frá sitthvoru landinu, einnig var útbúinn fuglamatur úr könglum sem voru hengdar upp inn í skógi. Nemendur skoðuðu dýr sem eru sameiginleg milli landa og hvaða sérkenni hafa þau. Einnig fóru nemendur í dýratengda leiki ásamt því að …
Þemadagar á Hvanneyri
Þemadagar á Hvanneyri voru haldnir 8. – 10. október síðastliðinn. Unnið var með Fjölgreindakenningu Howards Gardner og voru viðfangsefnin því mjög fjölbreytt. Nemendum var skipt upp í fjóra hópa, þvert á aldursstig, sem þeir unnu með alla þrjá dagana að ólíkum viðfangsefnum sem öll komu á einhvern hátt inn á eitthvert svið kenningarinnar. Samvinna var svo rauði þráðurinn í þessu öllu saman og …
Smiðjuhelgi
Fyrri smiðjuhelgi skólaársins fór fram á Kleppjárnsreykjum dagana 4.og 5.október. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni með nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar. Smiðjuhelgi er haldin til að auka fjölbreytni í vali unglinganna í námi og einnig vegna þess að vikuleg stundatafla þeirra er einni kennslustund styttri en reglugerð kveður á um. Að þessu sinni var …
Bátagerð
1-4.bekkur á Kleppjárnsreykjum fékk það skemmtilega verkefni 26. september í útikennslu að vinna tvö og tvö saman að því að föndra sér báta. Bátarnir voru búnir til úr alls konar efnivið sem fannst að mestu inn í eldhúsi s.s. eggjabökkum, dollum, morgunkornspökkum og pappírshólkum. Bátarnir áttu að uppfylla nokkur skilyrði en þau voru að þeir áttu að fá nafn, geta …
Skólabúðir 9. bekkjar
Vikuna 9.-13. september dvaldi 9. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar í skólabúðum í Vindáshlíð þar sem Jurgen, sem er gjarnan kenndur við Laugar, sér um skipulag og dagskrá. Frá GBF fóru 11 nemendur, ásamt þeim voru nemendur úr samstarfsskólunum á Vesturlandi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskólanum á Reykhólum. Nemendum var skipt í 2 hópa, rauða liðið og bláa liðið. Þessir …
Myndmennt á Varmalandi
Hópur 2 sem er í myndmennt á Varmalandi gerði myndverk þar sem þau unnu með grunnlitina og blönduðu 2. stigs liti. Þau unnu líka haustlitaverkefni þar sem þau bjuggu til og máluðu sveppi úr pappa.