Smiðjuhelgi

Dagana 12. og 13. apríl var smiðjuhelgi unglingastigs haldin á Varmalandi. Um smiðjuhelgi velja nemendur sér smiðjur eftir áhugasviði þeirra. Líkt og venja er þá komu Auðarskóli og Reykhólaskóli og tóku þátt í smiðjunum. Smiðjurnar voru fjölbreyttar en þar mátti sjá kvikmyndasmiðju, rafíþróttasmiðju, fótboltasmiðju, Landbúnaðar og búvísinda smiðju og björgunarsveitarsmiðju. Kennararnir voru allir ánægðir með nemendur sem kynntu síðan smiðjurnar …

Ávaxtatré

Nemendur af yngsta og miðstigi á Kleppjárnsreykjum fóru í vettvangsferð að skoða og fræðast hvernig blómin á ávaxtatrjám frjóvgast og verða að ávöxtum. Nemendur skoðuðu fræflana, frævurnar og frjókornin á blómum epla, peru og kirsuberjatrjánum í Smátúni.  Í leiðinni heilsuðu þau uppá ungana sem komu úr eggjum út á smíðastofunni fyrir páska. 

Upplestrarkeppni GBF

Fimmtudaginn 11. apríl tóku nemendur í 7. bekk Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeildar þátt í Upplestrarkeppni GBF sem haldin var í Reykholtskirkju. Það voru 14 nemendur sem tóku þátt og stóðu þau sig með stakri prýði. Það voru síðan þau Bjarni Guðmundsson og Magnea Kristleifsdóttir sem sáu um að meta bestu lesarana. Helga Laufey og Georg voru valin til þess að fara …

Skíðaferð í Bláfjöll

Nemendur í 7. – 10. bekk skelltu sér í Bláfjöll í vikunni þar sem þau renndu sér á skíðum og brettum allan liðlangan daginn. Á milli skelltu þau sér í nestispásu til þess að hafa auka orku í brekkunum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var ekki annað að sjá en að nemendur, starfsmenn og foreldrar glöddust yfir því að …

Allt við frostmark og rafmögnuð stemning á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í 9. og 10. bekk hafa frá áramótum verið í eðlisfræði og hafa nú fært sig úr bókinni yfir í meira verklegt nám. Fyrr í vetur voru nemendur í varmafræði og þurftu þau að hanna og smíða kælibox sem gæti haldið snjó á föstu formi í amk 2 klukkustundir. Ýmiss efniviður var nýtt, afgangar úr einangrun, frauðplastumbúðir og fleira, en einnig þurftu nemendur að nefna boxið og skreyta það á einhvern hátt. Nú síðast reyndu nemendur svo að finna lausn á yfirvofandi orkuskorti með því að reyna að framleiða rafmagn úr kartöflum. Frábær vinna hjá öllum og við hlökkum öll til að geta haldið áfram af auknum krafti í verklegu þegar raungreinastofa verður komin við skólann. 

Páskaungar á Kleppjárnsreykjum

Síðustu vikurnar fyrir páskaleyfi komu list-og verkgreinakennararnir Eva Lind og Unnar Þorsteinn útungunarvél fullri af eggjum fyrir á smíðastofunni. Mikil spenna skapaðist meðal nemenda þegar líða fór að útungun og náði hún hámarki þegar ungarnir fóru að skríða úr eggjunum. Frábær viðbót inn í skólastarfið en myndirnar segja meira en nokkur orð. 

Sjónlistadagurinn

Þann 13. mars sl. var samnorræni sjónlistadagurinn og tóku nemendur í Kleppjárnsreykjadeild þátt. Flestir nemendanna skreyttu fjöður með hinum ýmsu mynstrum og úr þeim voru gerðir englavængir þar sem nemendur gátu látið mynda sig með vængi. Sannkallaðir englar þessir nemendur.  

3D val á Kleppjárnsreykjum

Nemendur í 3D vali á Kleppjárnsreykjum fengu það verkefni að hanna taflsett. Nemendum var skipt í tvo hópa og gerðu þeir tvö sett ásamt ýmsum öðrum verkefnum.