Upplestrarkeppni Vesturlands í Þinghamri á Varmalandi 

Upplestrarkeppni Vesturlands fór fram í Þinghamri á Varmalandi á dögunum. Átta efnilegir nemendur frá fjórum grunnskólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni og sýndu framúrskarandi hæfileika í upplestri.  Þátttakendur komu frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar og Auðarskóla. Hver og einn nemandi flutti sinn texta og ljóð að eigin vali. Það var greinilegt að nemendurnir höfðu lagt mikla vinnu …

Bekkjarsundmót á Kleppjárnsreykjum

Í mörg ár hefur verið haldið bekkjarsundmót á vordögum á Kleppjárnsreykjum þar sem nemendur í 5.-10. bekk velja sér keppnisgreinar og safna með því stigum fyrir sinn bekk. Í ár var ákveðið að stökkva á góðviðrisdag í mars og hélt Guðjón Guðmundsson íþróttakennari utan um mótið að vanda. Stigahæsti bekkurinn að þessu sinni var 8. bekkur með samanlögð 441 stig. …

Þrívíddarprentun

Nemendur í fjórða bekk á Kleppjárnsreykjum  eru að læra á þrívíddarforritið Tinkcad og fengu að prenta út húsin sem þau gerðu.

Öskudagur

Öskudeginum var fagnað hjá Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur og starfsfólk klæddi sig í hina fjölbreyttu búninga. Á Hvanneyri var gengið á milli fyrirtækja, sungið og í staðinn fengu nemendur smá gotteri. Á Kleppjárnsreykjum var gotteríi komið fyrir í tunnu sem nemendur slógu síðan botninn úr. Á Varmalandi var köttur (reyndar bangsi) sleginn úr tunnunni og fengu nemendur gotterí að …

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Líkt og fyrri ár stóð FVA fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Í ár tóku 23 nemendur úr 8.-10. bekk í GBF þátt og stóðu þau sig mjög vel. Fjórir nemendur enduðu í efstu 10 sætum hvers bekkjar, þeir Jónas Emil Jóhannesson í 8. bekk og Heiðar Smári Ísgeirsson, Sigvaldi Þór Bjarnason og Hilmar Steinn Hannesarson í 9. bekk. Hilmar Steinn …

Vinahittingur

Í mörg ár hafa verið vina hittingar á milli leik- og grunnskóla á Hvanneyri. Nemendur 1.bekkjar ásamt nemendum í 4. og 5. bekk ganga yfir á leikskólann Andabæ og hitta þar þrjá yngstu árgangana. Nemendur gerðu saman vinabönd, léku sér saman í íþróttasalnum og inni á deildum svo var endað á því að allir sungu saman og borðuðu ávexti áður …

Dagur móðurmálsins 21. febrúar

Frá árinu 1999 hefur dagur móðurmálsins verið haldinn, að frumkvæði UNESCO. Í Grunnskóla Borgarfjarðar erum við með fjölbreyttan nemendahóp en í hópi okkar 170 nemenda eru töluð tíu tungumál. Á þemadögum í janúar lituðu nemendur á Kleppjárnsreykjum fána sem tákna móðurmál eða þjóðerni nemenda skólans og prýða fánarnir nú forstofu nemenda. Gleðilegan dag móðurmálsins!

4.bekkur á Varmalandi í heimsókn á Kleppjárnsreykjum

Miðvikudaginn 12. febrúar fóru nemendur í 4. bekk á Varmalandi í heimsókn yfir á Kleppjárnsreyki þar sem þau hittu jafnaldra sína. Farið var í morgungöngu, stöðvar, íþróttir og nemendur nutu þess að vera saman í frímínútum og matmálstímum.

Broskallar

1. bekkur að gera karla til að hengja á hurðahúna broskarl öðrumegin og leiðurkarl hinumegin. Nemendur  læra grunnformin, frumlitina og varpspor í þessu verkefni.