Nemendur í fjórða bekk á Kleppjárnsreykjum eru að læra á þrívíddarforritið Tinkcad og fengu að prenta út húsin sem þau gerðu.
Öskudagur
Öskudeginum var fagnað hjá Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur og starfsfólk klæddi sig í hina fjölbreyttu búninga. Á Hvanneyri var gengið á milli fyrirtækja, sungið og í staðinn fengu nemendur smá gotteri. Á Kleppjárnsreykjum var gotteríi komið fyrir í tunnu sem nemendur slógu síðan botninn úr. Á Varmalandi var köttur (reyndar bangsi) sleginn úr tunnunni og fengu nemendur gotterí að …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi
Líkt og fyrri ár stóð FVA fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Í ár tóku 23 nemendur úr 8.-10. bekk í GBF þátt og stóðu þau sig mjög vel. Fjórir nemendur enduðu í efstu 10 sætum hvers bekkjar, þeir Jónas Emil Jóhannesson í 8. bekk og Heiðar Smári Ísgeirsson, Sigvaldi Þór Bjarnason og Hilmar Steinn Hannesarson í 9. bekk. Hilmar Steinn …
Vinahittingur
Í mörg ár hafa verið vina hittingar á milli leik- og grunnskóla á Hvanneyri. Nemendur 1.bekkjar ásamt nemendum í 4. og 5. bekk ganga yfir á leikskólann Andabæ og hitta þar þrjá yngstu árgangana. Nemendur gerðu saman vinabönd, léku sér saman í íþróttasalnum og inni á deildum svo var endað á því að allir sungu saman og borðuðu ávexti áður …
Dagur móðurmálsins 21. febrúar
Frá árinu 1999 hefur dagur móðurmálsins verið haldinn, að frumkvæði UNESCO. Í Grunnskóla Borgarfjarðar erum við með fjölbreyttan nemendahóp en í hópi okkar 170 nemenda eru töluð tíu tungumál. Á þemadögum í janúar lituðu nemendur á Kleppjárnsreykjum fána sem tákna móðurmál eða þjóðerni nemenda skólans og prýða fánarnir nú forstofu nemenda. Gleðilegan dag móðurmálsins!
4.bekkur á Varmalandi í heimsókn á Kleppjárnsreykjum
Miðvikudaginn 12. febrúar fóru nemendur í 4. bekk á Varmalandi í heimsókn yfir á Kleppjárnsreyki þar sem þau hittu jafnaldra sína. Farið var í morgungöngu, stöðvar, íþróttir og nemendur nutu þess að vera saman í frímínútum og matmálstímum.
Broskallar
1. bekkur að gera karla til að hengja á hurðahúna broskarl öðrumegin og leiðurkarl hinumegin. Nemendur læra grunnformin, frumlitina og varpspor í þessu verkefni.
Útival á Kleppjárnsreykjum
Í vetur hefur nemendum á mið og unglingastig staðið til boða útieldun í vali. Þar nýtum við eldivið sem að nemendur höggva niður sjálfir og svo prufum við okkur áfram með ýmsar uppskriftir. Nemendur fá tækifæri til að upplifa náttúruna og læra að kveikja eld á öruggan hátt, elda mat yfir opnum eldi og njóta samveru utandyra.
Endurlífgunarfræðsla á Kleppjárnsreykjum á 1-1-2 daginn
Þær Lára María og Dúdda, skólahjúkrunarfræðingar, heimsóttu nemendur í 8. og 10. bekk með endurlífgunarfræðslu í tilefni 1-1-2 dagsins þann 11. febrúar. Nemendur fengu fræðslu um hvað eigi að gera komi þau að einstakling sem sé meðvitundarlaus. Þau fengu einnig tækifæri til að æfa hjartahnoð og læra sígild dægurlög sem hjálpa til við að halda réttum takti. Frábær heimsókn til …
Þemadagar á Kleppjárnsreykjum
Á þemadögum í janúar var áhersla lögð á þá þætti sem verkefnið Framtíðarfólk byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sjálfra. Settar voru upp nokkrar vinnustöðar sem nemendur gátu valið um, hvort þau vildu vinna að umhverfismálum, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum við ýmis verkefni sem svo voru kynnt á opnu húsi í lok þemadaga. …