Íþróttakona- og maður GBF Kleppjárnsreykjum

Frá árinu 1988 hefur þeirri hefð verið haldið á Kleppjárnsreykjum að nemendur unglingastigs kjósa úr sínum röðum þann sem þeim finnst hafa staðið sig best á sviði íþróttaiðkunar. Síðasta skóladaginn var kjörinu lýst og úrslitin eftirfarandi: Stúlkur: Í 1. sæti:  Kristín Eir Holaker Hauksdóttir 10. bekk Í 2. sæti: Helga Laufey Hermannsdóttir 8.bekk Í 3.sæti: Erla Ýr Pétursdóttir 10. bekk Piltar: Í 1. sæti : Reynir Skorri Jónsson 10. bekk Í 2.sæti: Heiðar Smári Ísgeirsson 9. bekk Í 3.sæti: Ólafur Fannar Davíðsson 8. bekk   Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju !  

Tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Þann 22. maí tók stjórn foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar á móti viðurkenningu frá Heimili og skóla. Fræðslufundurinn Samskipti á samfélagsmiðlum var tilnefndur til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2025. Við óskum foreldrafélaginu innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Skólaslit þriðjudaginn 3. júní

Skólaslit hjá Grunnskóla Borgarfjarðar verða þriðjudaginn 3. júní. Tímasetningar skólaslita eru eftirfarandi: Hvanneyri kl. 9:30 í skólanum. Kleppjárnsreykir kl. 11:00 í Reykholtskirkju. Varmaland kl. 13:30 í Þinghamri.

Leikskólalestur á Hvanneyri

Gleðin skín úr andlitum yngri nemenda þegar eldri nemendur heimsækja leikskólann á morgnana til að lesa fyrir þau við morgunmatinn. Þessi skemmtilega hefð tengir saman kynslóðir skólans og veitir eldri nemendum tækifæri til að heimsækja gamla leikskólann sinn. Lesturinn styrkir læsi og eflir félagsfærni allra þátttakenda.

Stærðfræðitími utandyra á Hvanneyri

Gleði og námsáhugi skín úr andlitum nemenda þegar stærðfræðitíminn fór fram undir berum himni í vikunni. Nemendur 4. og 5. bekkjar á Hvanneyri drifu bækurnar með sér út og nutu þess að komast úr kennslustofunni og sinna  náminu utandyra.

Bangsadagur og sundlaugarpartý í tilefni lestrarátaks

Nemendur á Varmalandi hafa staðið sig frábærlega í lestrarátaki undanfarna daga og í dag var komið að verðlaunum fyrir dugnaðinn. Í samráði við nemendur var ákveðið að halda bangsadag þar sem hver og einn mætti með sinn uppáhalds bangsa í skólann. Dagurinn hófst á því að nemendur unnu skapandi verkefni tengd bangsanu sínum og kynntu þau svo fyrir bekkjarfélögum sínum. Þar flæddu sögur, lýsingar og persónuleg tengsl við bangsa sem skapaði notalega og fjölbreytta stemningu. Að loknum kynningum var haldið í sund þar sem sannkallað sundlaugarpartý tók við. Þar léku nemendur sér saman, hlógu og nutu dagsins í botn. Allir skemmtu sér konunglega og létu vel af deginum. Við óskum öllum nemendum til hamingju með frábæran árangur í lestri og vonum að bangsadagurinn verði dýrmæt minning í skólagöngunni.  

Opið hús á Kleppjárnsreykjum

Þann 7.maí var opið hús á Kleppjárnsreykjum eins og öðrum starfsstöðvum skólans. Flestir nemendur 7.-10.bekkja voru fjarri góðu gamni því á sama tíma kepptu nemendur skólans í Skólahreysti. Nemendur yngri bekkjanna stóðu sig með stakri prýði við móttöku aðstandenda og leiddu þá um skólann og útikennslusvæðið. Í boði var að gera listaverk í myndmenntinni, spila og leysa ýmsar þrautir, hlusta …

Opið hús á Hvanneyri

Miðvikudaginn 7. maí var opið hús á Hvanneyri. Nemendur voru búnir að undirbúa stofurnar sínar vel fyrir daginn og velja verkefni og afrakstur vinnu sinnar eftir veturinn sem þeir vildu sýna gestum. Fjölmargir gestir komu í heimsókn og spreyttu sig á ýmsum námstengdum verkefnum sem búið var að koma upp í stöðvum á fjórum stöðum í húsinu. Það var sérstaklega …

Skólahreysti

Miðvikudaginn 7. maí tók GBF þátt í Skólahreysti. Liðið var skipað þeim Heiðari Smára Ísgeirssyni ,Kristínu Eir Hauksdóttur Holaker, Sesselju Narfadóttur og Sigvalda Þór Bjarnasyni. Varamenn voru þau Erla Ýr Pétursdóttir og Kristján Páll Hafdísarson auk þess sem Guðmundur Þór Eggertsson var hópnum innan handar. Íris Grönfeldt hefur haldið utan um æfingar hópsins í vetur, líkt og áður, en nemendum 8.-10. bekkjar býðst …

Danmerkurferð

Í ár hófst samstarf GBF við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í byrjun apríl, til Danmerkur. Í hana fóru tíu nemendur úr 9. og 10. Bekk ásamt …