Þann 7.maí var opið hús á Kleppjárnsreykjum eins og öðrum starfsstöðvum skólans. Flestir nemendur 7.-10.bekkja voru fjarri góðu gamni því á sama tíma kepptu nemendur skólans í Skólahreysti. Nemendur yngri bekkjanna stóðu sig með stakri prýði við móttöku aðstandenda og leiddu þá um skólann og útikennslusvæðið. Í boði var að gera listaverk í myndmenntinni, spila og leysa ýmsar þrautir, hlusta …
Opið hús á Hvanneyri
Miðvikudaginn 7. maí var opið hús á Hvanneyri. Nemendur voru búnir að undirbúa stofurnar sínar vel fyrir daginn og velja verkefni og afrakstur vinnu sinnar eftir veturinn sem þeir vildu sýna gestum. Fjölmargir gestir komu í heimsókn og spreyttu sig á ýmsum námstengdum verkefnum sem búið var að koma upp í stöðvum á fjórum stöðum í húsinu. Það var sérstaklega …
Skólahreysti
Miðvikudaginn 7. maí tók GBF þátt í Skólahreysti. Liðið var skipað þeim Heiðari Smára Ísgeirssyni ,Kristínu Eir Hauksdóttur Holaker, Sesselju Narfadóttur og Sigvalda Þór Bjarnasyni. Varamenn voru þau Erla Ýr Pétursdóttir og Kristján Páll Hafdísarson auk þess sem Guðmundur Þór Eggertsson var hópnum innan handar. Íris Grönfeldt hefur haldið utan um æfingar hópsins í vetur, líkt og áður, en nemendum 8.-10. bekkjar býðst …
Danmerkurferð
Í ár hófst samstarf GBF við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í byrjun apríl, til Danmerkur. Í hana fóru tíu nemendur úr 9. og 10. Bekk ásamt …
ÁRSHÁTÍÐ MEÐ HEILSUNA Í FORGRUNNI
Í vikunni héldu nemendur GBF á Varmalandi árshátíð í Þinghamri með miklum glæsibrag og gleði. Börnin sýndu leikritið Áfram Latibær fyrir fullu húsi og stóðu sig frábærlega á sviðinu – með leik og söng sem endurspeglaði bæði kraft og gleði! Í aðdraganda árshátíðarinnar unnu nemendur einnig fjölbreytt og áhugaverð verkefni tengd heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Þau fræddust um líkamann, mikilvægi svefns, næringu og hreyfingar, ásamt ýmsu öðru …
Árshátíð á Kleppjárnsreykjum
2.apríl var árshátíð Kleppjárnsreykjadeildar haldin í Logalandi. Allir bekkir höfðu undirbúið atriði sem voru hvert öðru glæsilegra og margir sigrar unnir þegar nemendur komu fram eða sinntu undirbúningi. Yngsta stig var með fjölbreytt atriði þar sem leiknir voru brandarar auk þess sem þau sungu og dönsuðu. Í lokin fluttu þau svo saman lagið Skólarapp. Miðstig bauð upp á þrjú atriði …
Listaverk á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 6. bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu þessi listaverk sem fara síðan á sýningu í Borgarnesi vegna Barnamenningarhátíðar.
Smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum
Dagana 28. – 29. mars síðastliðinn tóku unglingarnir þátt í fjölbreyttum smiðjum. Smiðjurnar voru björgunarsmiðja, briddssmiðja, bifvélasmiðja, landmælingasmiðja, leiklistarsmiðja og pílusmiðja. Nemendur frá Auðarskóla og Reykhóla komu og tóku þátt með unglingastiginu okkar. Í smiðjunum kynntust nemendur starfinu í Björgunarsveitum, spiluðu bridds af miklum móð, gerðu við bremskukerfi í bifvélavirkjun, mældu skólalóðina og fleira í Landmælingum, kynntust pílu íþróttinni og settu upp litla söngleiki. Allir …
4. bekkur á Kleppjárnsreykjum lærir um myndlistarmanninn Réne Magritte og súrealisma.
Nemendur í fjórða bekk eru að læra um myndlistarmanninn Réne Magritte og súrealisma. Síðan máluðu þau myndir í hans anda.
Dagur svefns og stærðfræðinnar
Fjórtándi dagur marsmánaðar hefur verið nefndur dagur stærðfræðinnar, bæði er ritháttur dagsins á ensku 3.14 sem er byrjunin á pí en einnig er það fæðingardagur Albert Einstein. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur svo bætt við og fest hann sem alþjóðadag svefnsins. Á Kleppjárnsreykjum var þessi dagur haldinn hátíðlegur með náttfatadegi, bæði nemendur og starfsfólk mætti þá í sínu þægilegasta pússi. Í lok dags spreyttu nemendur …