Dagur íslenskrar tungu – Varmaland
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember, sem jafnframt er fæðingardagur fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins, lásu eldri nemendur fyrir þá yngri og svo sungum við lagið Íslenska er okkar mál – sem það sannarlega er, hvort sem við höfum talað íslenskuna frá blautu barnsbeini eða numið hana síðar. Það er okkar lífstíðarverkefni að rækta tungumálið …
Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar
Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á alþjóðlegum réttindadegi barna í dag, 20.nóvember. Stefán Broddi sveitastjóri Borgarbyggðar kom og setti þingið. Næst á eftir honum fengum við pepp myndband frá Ævari vísindamanni sem er Sendiherra Unicef á Íslandi og fyrrverandi nemandi við skólann. Eftir honum kom í pontu Lilja Rannveig yngsta alþingiskona sem situr á þingi í dag …
Textíll á Kleppjárnsreykjum
Nemandi í 7.bekk frísaumaði þessa flottu mynd í saumavél Nemendur í 2.bekk á Kleppjárnsreykjum lærðu að sauma fimm tegundir af saumsporum og gerðu úr stykkinu bókamerki.
Jól í skókassa
Nemendur Varmalandsdeildar hafa verið að vinna að verkefninu Jól í skókassa. Fjölskyldur nemenda hjálpuðu starfsmönnunum við að koma með hluti til að fylla í pakkana. Nemendur skiptu síðan hlutunum samviskusamlega á milli jólapakka þannig að verið væri að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í kringum verkefnið. Nemendur settu hluti í sjö kassa fyrir fjölbreyttan aldur og kyn, síðan fer afgangur …
Þemadagar á Hvanneyri
Þema dagar á Hvanneyri voru kallaðir Vinadagar. Nemendur unnu ýmis verkefni tengd vináttu og samskiptum. Þessi vinna var rauður þráður í öllu öðru skólastarfi þessa vikuna. Í íþróttum var t.d. farið í ýmsa leiki sem reyndu á samvinnu, hjálpsemi og styrk hópsins. Mikið var unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla og að lokum bjuggu nemendur í 4. og 5.bekk til spil sem …
Fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum
Á þriðjudag í síðustu viku voru fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum. Allir bekkir tóku þátt og voru nemendur settir í lið þvert á stig, svo í hverju liði voru nemendur úr yngsta, mið- og unglingastigi. Leikarnir heppnuðust mjög vel og voru allar þrautirnar inni í íþróttahúsi vegna veðurs. Keppt var í ýmsum þrautum: tónlistarkahoot, byggja hæsta turninn úr kaplakubbum, raða tölum í …
Fjölgreindarleikar á Varmalandi
Fjölgreindarleikar voru haldnir á Varmalandi miðvikudaginn 25. október. Í boði voru ýmsar stöðvar í tengslum við fjölgreindirnar. Sem dæmi má nefna tónlistarstöð, baunapokakast, umhverfisstöð, spilastöð, píramýdastöð, tangramstöð og réttindaskólastöð. Að þessu sinni var foreldrum boðið að taka þátt með nemendum og var gaman að sjá þá taka þátt í verkefnunum. Nemendum var blandð í hópa þvert á aldur og foreldrum …
Dans og félagsfærni með Jóni Pétri
Vikuna 5.-9.september var Jón Pétur danskennari með dans- og félagsfærnikennslu í öllum deildum skólans. Kennt var á öllum stigum í misstórum hópum. Jón Pétur leggur mikla áherslu á félagsfærnina á námskeiðum sínum og notar hann dansinn og hreyfileiki til að ná markmiðum sínum með nemendum. Í lokin blandaði hann svo aldurshópum saman og voru yngstu og elstu nemendurnir saman. Hann …
Skauta- og menningarferð
Nemendur í 4. og 5. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar skelltu sér í Skauta- og menningarferð þann 8. mars. Sameinuðust nemendur allra deilda í rútu og keyrðu saman til Reykjavíkur. Þar fór 5. bekkur í Vísindasmiðju HÍ þar sem þau fengu að prófa fjölbreytta hluti tengdum vísinum. 4. bekkur fór á Þjóðminjasafnið þar sem þau skoðuðu gamla muni og kynntu sér …