Snjórennibrautagarður á Hvanneyri

Krakkarnir á Hvanneyri hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að gerð snjórennibrautagarðs í snjóhrúgunni sem myndast þegar snjónum er rutt af götum og plönum. Þar eru 10 rennibrautir, heitur pottur, karla-, kvenna– og transklefi, bar og fleira sem er nauðsynlegt í snjórennibrautagörðum. Mikil vinnusemi og gleði í frímínútum. 

Söngvarakeppni GBF

Mánudaginn 29. janúar var haldin forkeppni Söngvarakeppni GBF þar sem tóku þátt 43 nemendur nemendur frá 4. – 10. bekk. Atriðin voru samtals 23 á mánudeginum og því var haldin forkeppni. Það voru 16 atriði sem komust síðan áfram í aðalkeppnina sem haldin var þriðjudagskvöldið 30. janúar. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Alex, Birna og Ólöf …

Þemadagar á Kleppjárnsreykjum

Dagana 24. – 26. janúar voru þemadagar á Kleppjárnsreykjum. Unnið var með stefnur skólans; heilsueflingu, útinám, Grænfána, leiðtogann í mér og Réttindaskólann. Ýmis verkefni voru á hverri stöð eins og þrautalausnir, spil, hnitsetning staða í héraði, litir í umhverfinu og borðtennis. Nemendum var skipt upp í hópa þvert á aldur og var ánægjulegt að sjá hve allir nutu sín í …

Þemadagar á Hvanneyri

Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri síðasta miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Unnið var með Leiðtogann í mér, Réttindaskólann og Grænfánann. Farið var í skemmtilegar umræður um fyrirmyndir, hæfileika, áhrifahringinn, hvað er að vera leiðtogi og margt fleira í þeim dúr.  Beta fór með öllum nemendum í vinnu með Réttindaskólann og Björk vann með þeim  Grænfánaverkefni. Mjög skemmtilegir dagar. 

Þemadagar á Varmalandi

Þemadagar voru haldnir 24. – 26. janúar á Varmalandi þar sem yfirþemað var heilsuefling. Farið var í gönguferð og lært um heilbrigða og óheilbrigða lífshætti. Ræddum um tilfinningar og styrkleika ásamt því að spila saman, gera æfingar og margvíslegar mælingar fyrir heilsuna. Virkilega skemmtilegir dagar með nemendum í 1.-10. bekk sem einkenndust af samvinnu, elju og hjálpsemi.

Bjarni Fritzson

Þriðjudaginn 23. maí kom Bjarni Fritzson og heimsótti nokkra bekki á miðstigi. Hann var kominn til þess að fylgjast með nemendum og skoða hvernig menningin/stemningin var í hópunum. Síðar um daginn var hann með fyrirlestur, kynningu og hópefli fyrir nemendur og foreldra saman þar sem hann fór yfir niðurstöður skoðunar hans. Þetta er liður í því að efla forvarnir ásamt því aðefla góðan bekkjaranda og skapa jákvæða skólamenningu á miðstiginu. Leyfum myndunum að sýna hvernig til tókst.    

5. bekkur V las fyrir skólahóp á Hraunborg

Þriðjudaginn 16. mars kom skólahópur frá Hraunborg í heimsókn á Varmaland. Venjan hefur verið sú að 5. bekkur fari í leikskólann og lesi fyrir skólahópinn þar en ákveðið var að bregða út af vananum og því kom skólahópurinn í heimsókn þetta sinnið. Fyrst kíktu þau við hjá 1. og 2. bekk og tóku þátt í vali áður en þau fóru …

Álfabrenna á Hvanneyri

Hefð hefur skapast fyrir því á Hvanneyri að í kringum þrettándann fara nemendur og starfsfólk í kyndlagöngu út í Skjólbeltin ásamt börnum og starfsfólki úr leikskólanum Andabæ. Taka báðir skólarnir jólatrén meðferðis sem þeir söguðu í byrjun desember og kveikja í þeim. Brennan er afar hátíðleg stund þar sem spiluð er þrettándalög og fá allir heitt kakó og smákökur.           

Danskar jólahefðir

Í desember fengu nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum það verkefni í dönsku að kynna sér danska jólamenningu og hefðir. Þau áttu að velja sér hefð eða lag, kynna sér það vel og kynna fyrir öðrum á þann veg sem þeir vildu og fengu því frelsi til að skila á skapandi hátt. Verkefnið kom mjög skemmtilega út og urðu til Sörur, …