Í desember fengu nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum það verkefni í dönsku að kynna sér danska jólamenningu og hefðir. Þau áttu að velja sér hefð eða lag, kynna sér það vel og kynna fyrir öðrum á þann veg sem þeir vildu og fengu því frelsi til að skila á skapandi hátt. Verkefnið kom mjög skemmtilega út og urðu til Sörur, …
Jólakveðja
Jólakveðja frá starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar
Litlu jólin
Síðasti dagur fyrir jólafrí er alltaf hress og skemmtilegur. Nemendur og starfsmenn mæta prúðbúnir í skólann. Njóta þess að föndra, syngja, hlusta á jólasögur, skrifa á jólakort, dansa í kringum jólatré, borða góðan mat, möndlugjafir og margt fleira. Að lokinni skemmtun er farið heim þar sem jólafríið tekur við og mæta galvaskir nemendur í skólann aftur á nýju ári þann …
Piparkökuhúsa hönnun
Síðustu rúmar tvær vikurnar hafa nemendur á mið– og unglingastigi á Varmalandi verið að hann sitt eigið piparkökuhús. Þetta verkefni hefur verið krefjandi á margvíslegan hátt þar sem að baki liggur stærðfræði kunnátta, sköpun, frásagnarhæfni ásamt því að framkvæma síðan baksturinn. Hópurinn hefur skemmt sér nokkuð vel við verkefnið og vinnuna. Sérstaklega þegar kom að því að baka en í því fólst einnig lærdómurinn við að fletja út og vinna með breytilegt efni. Það er nefnilega ekkert auðvelt að baka húseiningar. Hópurinn þurfti einnig að vera vakandi fyrir því að útbúa all sem þarf í heilt hús. Vinnan hefur verið skemmtileg og að lokum voru nemendur sendir heim með sínar húseiningar þar sem þeir setja þær saman með aðstoð foreldra. Vonum að afraksturinn verði til ánægju og yndisauka ásamt góðum samverustundum.
Helgileikur
Hluti af hefðum við Grunnskóla Borgarfjarðar er þegar nemendur á Hvanneyri flytja helgileikinn í Hvanneyrarkirkju. Þar fara nemendur í 4. bekk með aðalhlutverkin en aðrir nemendur eru í kór og öðrum hlutverkum. Vel var sótt og undu áhorfendur sér við fallegan söng og notalega stund.
Textílmennt hjá 3. bekk
Nemendur í 3. bekk á Kleppjárnsreykjum krosssaumuðu jólatré sem munu skreyta matsalinn fram að jólum.
Jólaval á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í jólavali á Kleppjárnsreykjum eru í 5. – 10. bekk. Þau eru reglulega að vinna fjölbreytt jólaverkefni sem birtast hér og þar um skólann til að efla jólagleðina.
Piparkökubakstur á Varmalandi
Nemendur á Varmalandi bökuðu piparkökur til þess að nýta til skreytingar á 1. desember þegar foreldrar kíktu í heimsókn og voru að föndra með okkur.
Jólagluggar á Kleppjárnsreykjum
Áralöng hefð er fyrir því að gluggaröð við þjóðveginn á Kleppjárnsreykjum sé skreytt skuggamyndum á aðventunni. Myndirnar eru unnar af nemendum skólans og hafa verið endurbættar í gegnum tíðina. Nemendur á unglingastigi tóku að sér í ár að setja myndirnar upp, mögulega í síðasta skipti því fyrirhugaðar eru breytingar á þessum hluta skólans.
Hringekja á Varmalandi
Yngsta stigið á Varmalandi fer tvisvar sinnum í viku í hringekju. Á þriðjudögum eru þau í smíði, myndmennt og tónlist. Á fimmtudögum er heimilisfræði, upplýsingatækni og textílmennt.