Öskudagur

Öskudeginum var fagnað hjá Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur og starfsfólk klæddi sig í hina fjölbreyttu búninga. Á Hvanneyri var gengið á milli fyrirtækja, sungið og í staðinn fengu nemendur smá gotteri. Á Kleppjárnsreykjum var gotteríi komið fyrir í tunnu sem nemendur slógu síðan botninn úr. Á Varmalandi var köttur (reyndar bangsi) sleginn úr tunnunni og fengu nemendur gotterí að loknum hádegismat. Á öllum stöðum var haldið öskudagsball þar sem nemendur ýmist dönsuðu stoppdans, ásadans, fóru í leiki eða tóku limbó.