Notaleg jólaleg útistund í skóginum

Nemendur Varmalandsdeildar nutu einstaklega notalegrar samverustundar í skóginum við skólann í útikennslu. Þar var drukkið heitt kakó, borðaðar piparkökur og jólalög sungin í léttum og hátíðlegum anda.

Að stundinni lokinni fengu þau sem vildu segja frá skemmtilegum og uppáhalds jólahefðum úr eigin fjölskyldum. Nemendur hlustuðu af athygli og höfðu gaman af því að heyra hversu ólíkar og litríkar hefðir skapast á heimilum fólks. 

Stundin var bæði hlýleg og afslöppuð og skapaði góða tengingu milli nemenda í aðdraganda jólanna. Þetta var ánægjuleg útistund sem skilur eftir sig góðar minningar og enn meiri samkennd í hópnum.