Maximús

Fimmtudaginn 7. mars var öllum nemendum úr 1.-3. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands að sjá verkið Maximús. Tónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi og komu þar saman nemendur úr öllum leik- og grunnskólum Borgarfjarðar ásamt börnum úr grunnskólum á Akranesi. Tónleikarnir vöktu mikla gleði og hrifningu viðstaddra.