Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Á Kleppjárnsreykjum er hefð fyrir því að allir koma saman í porti skólans í lok nóvember því þá er mesta skammdegið framundan. Skólahópi Hnoðrabóls er líka boðið að taka þátt. Dagskráin er stutt og mjög hefðbundin: Ljóðið Hátíð fer  höndum ein eftir Jóhannes úr Kötlum er alltaf lesið og að þessu sinni sáu þær Bergdís Ingunn, Steinunn Vár og Sunna Karen allar nemendur í 8.bekk um lesturinn. Þá eru sungin nokkur lög og að lokum fara yngsti og elsti nemandi skólans  þær Adda Karen í 10.bekk og Arna Kristín í 1.bekk saman og kveikja á jólatré og ljósaseríum sem lýsa upp skólaportið